Enski boltinn

Ferguson kærður - fer hugsanlega í bann

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Enska knattspyrnusambandið hefur ákveðið að kæra Sir Alex Ferguson, stjóra Man. Utd, vegna ummæla sem hann lét falla um Alan Wiley dómara eftir leik United og Sunderland í byrjun október.

Leiknum lyktaði með jafntefli, 2-2, og sakaði Ferguson Wiley um að vera í lélegu formi eftir leikinn. Síðar kom í ljós að Wiley hljóp meira en meirihluti United-liðsins í leiknum.

Ferguson baðst í kjölfarið afsökunar en sú afsökunarbeiðni dugar skammt að því er virðist.

Ferguson hefur til 3. nóvember að svara kærunni. Ef hann verður fundinn sekur fær hann annað hvort sekt eða hreinlega leikbann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×