Innlent

Fundaði með utanríkisráðherra Spánar í kvöld

Jóhanna Sigurðardóttir
Jóhanna Sigurðardóttir
Miguel Angel Moratinos, utanríkisráðherra Spánar, átti fund með Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra, í Stjórnarráðshúsinu í kvöld. Ráðherrararnir ræddu tvíhliða samskipti Íslands og Spánar sem eiga sér langa sögu og þörfina á frekari samræðu milli stjórnvalda í löndunum m.a. um hagsmuni í sjávarútvegsmálum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu í kvöld.

„Spánn tekur við formennsku í ráðherrarráði Evrópusambandsins um næstu áramót er formennskutímabili Svía lýkur og var rætt um þær áherslur sem Spánverjar munu hafa í forystuhlutverkinu. Forsætisráðherra þakkaði stuðning spænsku stjórnarinnar við umsókn Íslands að Evrópusambandinu og ráðherrarnir urðu ásáttir um að skiptast á upplýsingum í umsóknarferlinu," segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×