Erlent

Skildu börnin sín eftir á pizzastað

Ítalska lögreglan leitar nú að þýsku pari sem skildi þrjú börn sín eftir á pizzastað um síðustu helgi.

Börnin eru átta mánaða tveggja ára og fjögurra ára. Starfsfólk veitingastaðarins höfðu samband við lögregluna eftir að foreldrarnir fóru út til þess að fá sér sígarettu og komu ekki aftur.

Lögreglan fann bíl parsins skammt frá veitingastaðnum og í honum voru skilríki sem gerðu henni kleift að hafa upp á ömmu barnanna í Þýskalandi.

Lögreglan segir að foreldrarnir séu þekkt af eiturlyfjanotkun og stöðugum fjárhagsvandræðum. Enginn farangur var í bílnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×