Enski boltinn

Til í að greiða Nistelrooy fyrir hvern spilaðan leik

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Liverpool er í dag sagt vera á höttunum eftir hollenska framherjanum Ruud Van Nistelrooy, leikmanni Real Madrid. Hermt er að Liverpool sé til í að greiða framherjanum fyrir hvern spilaðan leik.

Nistelrooy er mikill meiðslapési og hefur verið meira og minna meiddur síðan hann gekk í raðir Real Madrid.

Rafa Benitez, stjóri Liverpool, er sagður vera til í að veðja á Nistelrooy þrátt fyrir öll meiðslin en hann vill samt ekki að Hollendingurinn mjólki peninga af félaginu á meðan hann er meiddur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×