Innlent

Lögreglan handtók bílþjóf í nótt

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bílþjófur var handtekinn í Reykjavík í nótt. Það voru lögreglumenn við eftirlit sem veittu athygli ljóslausum bíl sem var ekið í miðborginni. Við frekari athugun kom í ljós að bíllinn var stolinn. Við stýrið var kona á þrítugsaldri og var hún handtekin og flutt á lögreglustöð.

Þrír ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Samkvæmt upplýsingu frá lögreglunni voru tveir stöðvaðir fyrir þessar sakir í Reykjavík og einn í Garðabæ. Um var að ræða þrjá karla sem allir eru á þrítugsaldri.

Síðdegis í gær var einn ökumaður tekinn fyrir ölvunarakstur í Reykjavík. Þar átti í hlut karl á sjötugsaldri en sá hafði lenti í árekstri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×