Enski boltinn

Arsene Wenger gerir átta breytingar á liði Arsenal

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, talar við sína menn.
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, talar við sína menn. Mynd/AFP

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur ákveðið að gera átta breytingar á liðinu sem tapaði á móti Manchester United í Meistaradeildinni í vikunni en Arsenal er að fara að spila við Portsmouth á Fratton Park klukkan tvö.

Bacary Sagna, Alexandre Song og Theo Walcott eru einu byrjunarliðsmennirnir í leiknum á móti Manchester United sem halda sæti sínu í byrjunarliði Arsenal.

Hermann Hreiðarsson er áfram í byrjunarliði Portsmouth en þeir Glen Johnson og David Nugent detta út fyrir Noe Pamarot og Jermain Pennant.



Byrjunarlið Portsmouth: James, Pamarot, Campbell, Distin, Hermann Hreiðarsson, Pennant, Davis, Hughes, Mullins, Belhadj, Crouch.

Varamenn: Begovic, Primus, Nugent, Kanu, Basinas, Utaka, Cranie.

Byrjunarlið Arsenal: Fabianski, Sagna, Song Billong, Djourou, Eboue, Walcott, Denilson, Ramsey, Arshavin, Bendtner, Vela.

Varamenn: Mannone, Bischoff, Coquelin, Emmanuel-Thomas, Merida, Randall, Frimpong.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×