Grikkir spila í úrslitakeppni HM 2010 eftir 1-0 sigur á Úkraínu á útivelli í síðari umspilsleik liðanna. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1994 sem Grikkir komast á HM.
Það var Dimitris Salpigidis sem tryggði Grikkjum sigurinn í leiknum með marki í fyrri hálfleik. Hann fékk stungusendingu í gegnum vörn Úkraínu frá Giorgios Samaras og renndi boltanum í netið, framhjá markverði heimamanna.
Úkraínumenn fengu þó nokkur úrvalsfæri í leiknum en tókst þó ekki að skora. Fyrri leik liðanna lauk með markalausu jafntefli en sá leikur fór fram í Aþenu.
Grikkir urðu Evrópumeistarar árið 2004 undir stjórn Þjóverjans Otto Rehhagel sem er enn landsliðsþjálfari Grikkja og hefur verið síðan 2001.