Innlent

Fyllti skóbotn af fíkniefnum á klósetti í héraðsdómi

Fíkniefni fundust á fanga á Litla-Hrauni í gær eftir að hann kom úr Héraðsdómi Reykjaness. Talið líklegt að maðurinn hafi náð að fylla holan skóbotn, eða haft skóskipti, á salerni héraðsdóms en þar var saman komið fjölmenni í gær. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins.

Það voru starfsmenn á Litla-Hrauni sem fundu fíkniefnin en í skónum voru þrjú grömm af amfetamíni og nærri 40 töflur af sterkum lyfjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×