Innlent

Fimmtán mánaða fangelsi fyrir skattsvik

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag tvo karlmenn fyrir meiriháttar skattsvik en þrír voru upprunalega ákærðir í málinu. Héraðsdómur dæmdi annan mannanna í 15 mánaða fangelsi og til að greiða 93 milljónir króna í sekt. Hinn maðurinn var dæmdur í 7 mánaða skilorðsbundið fangelsi en honum er gert að að greiða 34 milljónir króna í sekt. Þriðji maðurinn var sýknaður.

Mennirnir voru meðal annars ákærðir fyrir að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskattskýrslum og virðisaukaskatti. Málið snerti þrjú fyrirtæki, SK Smáverk ehf., Eystrasaltsviðskipti ehf. og Perlan ehf.

Sá sem hlaut þyngsta dóminn hefur áður hlotið aðra dóma, meðal annars vegna brota á lögum um atvinnuréttindi útlendinga. Þá segir í dóm héraðsdóms að brot mannsins hafi verið stórfellt og að hann hafi sýnt af sér einbeittan brotavilja.

Dóm héraðsdóms er hægt að lesa hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×