Enski boltinn

Vonar að guð leyfi honum að að spila meira hjá Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nabil El Zhar í leik með Liverpool.
Nabil El Zhar í leik með Liverpool. Mynd/AFP

Nabil El Zhar, er knattspyrnumaður frá Morokkó, sem spilar með enska liðinu Liverpool. Hann fékk ekki mörg tækifæri á síðasta tímabili og hefur nú biðlað til guðs um að hann fá að spila meira næsta vetur.

Það þekkja kannski ekki allir þennan 22 ára kantmann sem var aðeins þrisvar sinnum í byrjunarliði Liverpool á síðasta tímabili. Hann kom 16 sinnum inn á sem varamaður en nú finnst El Zhar komið að því að stíga næsta skref hjá félaginu.

„Ég ætla að leggja hart að mér og ef að guð vill það þá vil ég sýna að ég eigi skilið fleiri tækifæri á næsta tímabili," sagði El Zhar í viðtali við Liverpool TV. Hann sér ekki eftir því að hafa komið á Anfied enda hafi hann dreymt lengi um að fá að spila með félaginu.

„Ég las mikið um Liverpool og sögu klúbbsins þegar ég var yngri og var fljótur að átta mig á því hversu stórt þetta félag er. Liverpool á líka marga stuðningsmenn í Frakklandi og Afríku," sagði El Zhar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×