Umfjöllun: Klassa leikur í Kópavoginum Breki Logason skrifar 28. maí 2009 18:15 Alfreð Finnbogason átti flottan leik í kvöld og skoraði sitt fimmta mark í jafnmörgum leikjum. Mynd/Stefán Það er óhætt að segja að einn besti leikur sumarsins hafi farið fram á Kópavogsvelli í kvöld. Keflavík mætti í heimsókn og búast mátti við fjörugum leik enda bæði lið mjög skemmtileg fram á við. Haukur Baldvinsson kom inn í byrjunarlið Breiðabliks þar sem Olgeir Sigurgeirsson sem spilað hefur frammi í sumar var meiddur. Haukur átti eftir að koma mikið við sögu í kvöld. Strax á 6. mínútu skoraði Haukur Ingi Guðnason glæsilegt mark eftir frábæra sendingu frá Herði Sveinssyni sem stakk honum inn fyrir á Hauk sem var í litlum vandræðum með að klára færið, enda klárað þau nokkur í gegnum tíðina. Keflvíkingar voru strax komnir yfir og byrjuðu leikinn af miklum krafti. Hið unga lið Breiðabliks virtist ekki láta markið slá sig útaf laginu og Haukur Baldvinsson átti dauðafæri eftir að Alfreð Finnbogason hafði sent á hann inn fyrir. Skotið hinsvegar hárfínt framhjá. Þetta gerðist eftir tíu mínútna leik. Þremur mínútum seinna átti Hörður Sveinsson aðra snilldar sendingu inn fyrir og nú var það Magnús Þorsteinsson leikmaður Keflavíkur sem kom þeim í tvö núll. Ingvar Kale markmaður Breiðabliks átti ekki möguleika í flotta afgreiðslu Magnúsar. Blikarnir neituðu að hengja haus þrátt fyrir tvö mörk og Alfreð Finnbogason skoraði tveimur mínútum síðar sitt fimmta mark í fimm fyrstu leikjum sumarsins. Það var Kristinn Steindórsson sem átti sendinguna á Alfreð sem kláraði flott. Sannarlega framherji sem vert er að fylgjast með í sumar. Liðin skiptust á að sækja eftir þetta og Blikar vildu fá víti og Alfreð átti skalla rétt yfir eftir hornspyrnu. Ingvar Kale varði svo glæsilega á 28. mínútu aukaspyrnu frá Hauki Inga, flott spyrna og enn flottari markvarsla. Mikill hasar í leiknum. Tíu mínútum síðar vildu Blikar fá annað víti þegar boltinn virtist fara í hönd Brynjars Guðmundssonar bakvarðar hjá Keflavík. Ekkert dæmt og skömmu síðar var flautað til hálfleiks. 1:2 fyrir Keflavík. Blikarnir byrjuðu síðan seinni hálfleikinn af miklum krafti og það virtist bara vera eitt lið á vellinum. Miðjan var að vinna vel hjá Blikunum og þeir voru öruggir á boltann og sóttu stíft. Kristinn Steindórsson jafnaði síðan leikinn fyrir Breiðablik eftir sendingu frá hinum funheita Alfreði Finnbogasyni. Stuttu síðar átti Guðmundur Kristjánsson hörkuskot rétt yfir. Mikið líf í Bliknum sem áttu skilið að jafna. Þegar rétt tæpar 70 mínútur voru liðnar af leiknum kom einhver svakalegasti kafli sem sést hefur í sumar. Haukur Baldvinsson átti þrumuskot í slánna eftir hornspyrnu og nokkrum augnablikum síðar var hann búinn að koma Breiðablik yfir. Mínútu eftir það skoraði hann síðan annað mark og Blikar komnir í 4:2. En Keflavík neitaði að gefast upp og Magnús Þórir Matthíasson skoraði tveimur mínútum síðar en hann kom inn á sem varamaður skömmu áður. Ljóst var að þetta yrðu ekki úrslit leiksins og það varð raunin. Bjarni Hólm Aðalsteinsson skoraði jöfnunarmarkið á 85 mínútu eftir aukaspyrnu frá Símún Samuelsen. Hvorugu liðinu tókst að skora eftir það og niðurstaðan því nokkuð sanngjarnt 4:4 jaftefli. Leikurinn með þeim betri í sumar eins og fyrr segir og bæði lið að spila flottan fótbolta. Bestir hjá Breiðablik voru framherjarnir ungu þeir Alfreð Finnbogason og Haukur Baldvinsson. Auk þess sem Guðmundur Kristjánsson átti flottan leik inni á miðjunni, gríðarlega spennandi leikmaður. Hjá Keflavík var Hörður Sveinsson í miklu stuði auk þess sem Haukur Ingi átti flotta spretti sem og Símún Samuelsen. Leiknum var lýst beint á boltavaktinni en hægt er að lesa um gang mála með því að smella hér: Breiðablik - Keflavík. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Kristján Guðmunds: Heppnir að ná stigi Kristján Guðmundsson þjálfari Keflavíkur var nokkuð léttur eftir leik Breiðabliks og sinna manna í kvöld þrátt fyrir að liðið hefði fengið á sig fjögur mörk. 28. maí 2009 22:10 Haukur Baldvins: Hefði getað sett fjögur Haukur Baldvinsson kom inn í byrjunarlið Breiðabliks í kvöld og skoraði tvö mörk með mínútu millibili. 28. maí 2009 22:04 Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Sjá meira
Það er óhætt að segja að einn besti leikur sumarsins hafi farið fram á Kópavogsvelli í kvöld. Keflavík mætti í heimsókn og búast mátti við fjörugum leik enda bæði lið mjög skemmtileg fram á við. Haukur Baldvinsson kom inn í byrjunarlið Breiðabliks þar sem Olgeir Sigurgeirsson sem spilað hefur frammi í sumar var meiddur. Haukur átti eftir að koma mikið við sögu í kvöld. Strax á 6. mínútu skoraði Haukur Ingi Guðnason glæsilegt mark eftir frábæra sendingu frá Herði Sveinssyni sem stakk honum inn fyrir á Hauk sem var í litlum vandræðum með að klára færið, enda klárað þau nokkur í gegnum tíðina. Keflvíkingar voru strax komnir yfir og byrjuðu leikinn af miklum krafti. Hið unga lið Breiðabliks virtist ekki láta markið slá sig útaf laginu og Haukur Baldvinsson átti dauðafæri eftir að Alfreð Finnbogason hafði sent á hann inn fyrir. Skotið hinsvegar hárfínt framhjá. Þetta gerðist eftir tíu mínútna leik. Þremur mínútum seinna átti Hörður Sveinsson aðra snilldar sendingu inn fyrir og nú var það Magnús Þorsteinsson leikmaður Keflavíkur sem kom þeim í tvö núll. Ingvar Kale markmaður Breiðabliks átti ekki möguleika í flotta afgreiðslu Magnúsar. Blikarnir neituðu að hengja haus þrátt fyrir tvö mörk og Alfreð Finnbogason skoraði tveimur mínútum síðar sitt fimmta mark í fimm fyrstu leikjum sumarsins. Það var Kristinn Steindórsson sem átti sendinguna á Alfreð sem kláraði flott. Sannarlega framherji sem vert er að fylgjast með í sumar. Liðin skiptust á að sækja eftir þetta og Blikar vildu fá víti og Alfreð átti skalla rétt yfir eftir hornspyrnu. Ingvar Kale varði svo glæsilega á 28. mínútu aukaspyrnu frá Hauki Inga, flott spyrna og enn flottari markvarsla. Mikill hasar í leiknum. Tíu mínútum síðar vildu Blikar fá annað víti þegar boltinn virtist fara í hönd Brynjars Guðmundssonar bakvarðar hjá Keflavík. Ekkert dæmt og skömmu síðar var flautað til hálfleiks. 1:2 fyrir Keflavík. Blikarnir byrjuðu síðan seinni hálfleikinn af miklum krafti og það virtist bara vera eitt lið á vellinum. Miðjan var að vinna vel hjá Blikunum og þeir voru öruggir á boltann og sóttu stíft. Kristinn Steindórsson jafnaði síðan leikinn fyrir Breiðablik eftir sendingu frá hinum funheita Alfreði Finnbogasyni. Stuttu síðar átti Guðmundur Kristjánsson hörkuskot rétt yfir. Mikið líf í Bliknum sem áttu skilið að jafna. Þegar rétt tæpar 70 mínútur voru liðnar af leiknum kom einhver svakalegasti kafli sem sést hefur í sumar. Haukur Baldvinsson átti þrumuskot í slánna eftir hornspyrnu og nokkrum augnablikum síðar var hann búinn að koma Breiðablik yfir. Mínútu eftir það skoraði hann síðan annað mark og Blikar komnir í 4:2. En Keflavík neitaði að gefast upp og Magnús Þórir Matthíasson skoraði tveimur mínútum síðar en hann kom inn á sem varamaður skömmu áður. Ljóst var að þetta yrðu ekki úrslit leiksins og það varð raunin. Bjarni Hólm Aðalsteinsson skoraði jöfnunarmarkið á 85 mínútu eftir aukaspyrnu frá Símún Samuelsen. Hvorugu liðinu tókst að skora eftir það og niðurstaðan því nokkuð sanngjarnt 4:4 jaftefli. Leikurinn með þeim betri í sumar eins og fyrr segir og bæði lið að spila flottan fótbolta. Bestir hjá Breiðablik voru framherjarnir ungu þeir Alfreð Finnbogason og Haukur Baldvinsson. Auk þess sem Guðmundur Kristjánsson átti flottan leik inni á miðjunni, gríðarlega spennandi leikmaður. Hjá Keflavík var Hörður Sveinsson í miklu stuði auk þess sem Haukur Ingi átti flotta spretti sem og Símún Samuelsen. Leiknum var lýst beint á boltavaktinni en hægt er að lesa um gang mála með því að smella hér: Breiðablik - Keflavík.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Kristján Guðmunds: Heppnir að ná stigi Kristján Guðmundsson þjálfari Keflavíkur var nokkuð léttur eftir leik Breiðabliks og sinna manna í kvöld þrátt fyrir að liðið hefði fengið á sig fjögur mörk. 28. maí 2009 22:10 Haukur Baldvins: Hefði getað sett fjögur Haukur Baldvinsson kom inn í byrjunarlið Breiðabliks í kvöld og skoraði tvö mörk með mínútu millibili. 28. maí 2009 22:04 Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Sjá meira
Kristján Guðmunds: Heppnir að ná stigi Kristján Guðmundsson þjálfari Keflavíkur var nokkuð léttur eftir leik Breiðabliks og sinna manna í kvöld þrátt fyrir að liðið hefði fengið á sig fjögur mörk. 28. maí 2009 22:10
Haukur Baldvins: Hefði getað sett fjögur Haukur Baldvinsson kom inn í byrjunarlið Breiðabliks í kvöld og skoraði tvö mörk með mínútu millibili. 28. maí 2009 22:04