Umfjöllun: Klassa leikur í Kópavoginum Breki Logason skrifar 28. maí 2009 18:15 Alfreð Finnbogason átti flottan leik í kvöld og skoraði sitt fimmta mark í jafnmörgum leikjum. Mynd/Stefán Það er óhætt að segja að einn besti leikur sumarsins hafi farið fram á Kópavogsvelli í kvöld. Keflavík mætti í heimsókn og búast mátti við fjörugum leik enda bæði lið mjög skemmtileg fram á við. Haukur Baldvinsson kom inn í byrjunarlið Breiðabliks þar sem Olgeir Sigurgeirsson sem spilað hefur frammi í sumar var meiddur. Haukur átti eftir að koma mikið við sögu í kvöld. Strax á 6. mínútu skoraði Haukur Ingi Guðnason glæsilegt mark eftir frábæra sendingu frá Herði Sveinssyni sem stakk honum inn fyrir á Hauk sem var í litlum vandræðum með að klára færið, enda klárað þau nokkur í gegnum tíðina. Keflvíkingar voru strax komnir yfir og byrjuðu leikinn af miklum krafti. Hið unga lið Breiðabliks virtist ekki láta markið slá sig útaf laginu og Haukur Baldvinsson átti dauðafæri eftir að Alfreð Finnbogason hafði sent á hann inn fyrir. Skotið hinsvegar hárfínt framhjá. Þetta gerðist eftir tíu mínútna leik. Þremur mínútum seinna átti Hörður Sveinsson aðra snilldar sendingu inn fyrir og nú var það Magnús Þorsteinsson leikmaður Keflavíkur sem kom þeim í tvö núll. Ingvar Kale markmaður Breiðabliks átti ekki möguleika í flotta afgreiðslu Magnúsar. Blikarnir neituðu að hengja haus þrátt fyrir tvö mörk og Alfreð Finnbogason skoraði tveimur mínútum síðar sitt fimmta mark í fimm fyrstu leikjum sumarsins. Það var Kristinn Steindórsson sem átti sendinguna á Alfreð sem kláraði flott. Sannarlega framherji sem vert er að fylgjast með í sumar. Liðin skiptust á að sækja eftir þetta og Blikar vildu fá víti og Alfreð átti skalla rétt yfir eftir hornspyrnu. Ingvar Kale varði svo glæsilega á 28. mínútu aukaspyrnu frá Hauki Inga, flott spyrna og enn flottari markvarsla. Mikill hasar í leiknum. Tíu mínútum síðar vildu Blikar fá annað víti þegar boltinn virtist fara í hönd Brynjars Guðmundssonar bakvarðar hjá Keflavík. Ekkert dæmt og skömmu síðar var flautað til hálfleiks. 1:2 fyrir Keflavík. Blikarnir byrjuðu síðan seinni hálfleikinn af miklum krafti og það virtist bara vera eitt lið á vellinum. Miðjan var að vinna vel hjá Blikunum og þeir voru öruggir á boltann og sóttu stíft. Kristinn Steindórsson jafnaði síðan leikinn fyrir Breiðablik eftir sendingu frá hinum funheita Alfreði Finnbogasyni. Stuttu síðar átti Guðmundur Kristjánsson hörkuskot rétt yfir. Mikið líf í Bliknum sem áttu skilið að jafna. Þegar rétt tæpar 70 mínútur voru liðnar af leiknum kom einhver svakalegasti kafli sem sést hefur í sumar. Haukur Baldvinsson átti þrumuskot í slánna eftir hornspyrnu og nokkrum augnablikum síðar var hann búinn að koma Breiðablik yfir. Mínútu eftir það skoraði hann síðan annað mark og Blikar komnir í 4:2. En Keflavík neitaði að gefast upp og Magnús Þórir Matthíasson skoraði tveimur mínútum síðar en hann kom inn á sem varamaður skömmu áður. Ljóst var að þetta yrðu ekki úrslit leiksins og það varð raunin. Bjarni Hólm Aðalsteinsson skoraði jöfnunarmarkið á 85 mínútu eftir aukaspyrnu frá Símún Samuelsen. Hvorugu liðinu tókst að skora eftir það og niðurstaðan því nokkuð sanngjarnt 4:4 jaftefli. Leikurinn með þeim betri í sumar eins og fyrr segir og bæði lið að spila flottan fótbolta. Bestir hjá Breiðablik voru framherjarnir ungu þeir Alfreð Finnbogason og Haukur Baldvinsson. Auk þess sem Guðmundur Kristjánsson átti flottan leik inni á miðjunni, gríðarlega spennandi leikmaður. Hjá Keflavík var Hörður Sveinsson í miklu stuði auk þess sem Haukur Ingi átti flotta spretti sem og Símún Samuelsen. Leiknum var lýst beint á boltavaktinni en hægt er að lesa um gang mála með því að smella hér: Breiðablik - Keflavík. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Kristján Guðmunds: Heppnir að ná stigi Kristján Guðmundsson þjálfari Keflavíkur var nokkuð léttur eftir leik Breiðabliks og sinna manna í kvöld þrátt fyrir að liðið hefði fengið á sig fjögur mörk. 28. maí 2009 22:10 Haukur Baldvins: Hefði getað sett fjögur Haukur Baldvinsson kom inn í byrjunarlið Breiðabliks í kvöld og skoraði tvö mörk með mínútu millibili. 28. maí 2009 22:04 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Fótbolti Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Á að reka umboðsmanninn á stundinni Enski boltinn Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Sjá meira
Það er óhætt að segja að einn besti leikur sumarsins hafi farið fram á Kópavogsvelli í kvöld. Keflavík mætti í heimsókn og búast mátti við fjörugum leik enda bæði lið mjög skemmtileg fram á við. Haukur Baldvinsson kom inn í byrjunarlið Breiðabliks þar sem Olgeir Sigurgeirsson sem spilað hefur frammi í sumar var meiddur. Haukur átti eftir að koma mikið við sögu í kvöld. Strax á 6. mínútu skoraði Haukur Ingi Guðnason glæsilegt mark eftir frábæra sendingu frá Herði Sveinssyni sem stakk honum inn fyrir á Hauk sem var í litlum vandræðum með að klára færið, enda klárað þau nokkur í gegnum tíðina. Keflvíkingar voru strax komnir yfir og byrjuðu leikinn af miklum krafti. Hið unga lið Breiðabliks virtist ekki láta markið slá sig útaf laginu og Haukur Baldvinsson átti dauðafæri eftir að Alfreð Finnbogason hafði sent á hann inn fyrir. Skotið hinsvegar hárfínt framhjá. Þetta gerðist eftir tíu mínútna leik. Þremur mínútum seinna átti Hörður Sveinsson aðra snilldar sendingu inn fyrir og nú var það Magnús Þorsteinsson leikmaður Keflavíkur sem kom þeim í tvö núll. Ingvar Kale markmaður Breiðabliks átti ekki möguleika í flotta afgreiðslu Magnúsar. Blikarnir neituðu að hengja haus þrátt fyrir tvö mörk og Alfreð Finnbogason skoraði tveimur mínútum síðar sitt fimmta mark í fimm fyrstu leikjum sumarsins. Það var Kristinn Steindórsson sem átti sendinguna á Alfreð sem kláraði flott. Sannarlega framherji sem vert er að fylgjast með í sumar. Liðin skiptust á að sækja eftir þetta og Blikar vildu fá víti og Alfreð átti skalla rétt yfir eftir hornspyrnu. Ingvar Kale varði svo glæsilega á 28. mínútu aukaspyrnu frá Hauki Inga, flott spyrna og enn flottari markvarsla. Mikill hasar í leiknum. Tíu mínútum síðar vildu Blikar fá annað víti þegar boltinn virtist fara í hönd Brynjars Guðmundssonar bakvarðar hjá Keflavík. Ekkert dæmt og skömmu síðar var flautað til hálfleiks. 1:2 fyrir Keflavík. Blikarnir byrjuðu síðan seinni hálfleikinn af miklum krafti og það virtist bara vera eitt lið á vellinum. Miðjan var að vinna vel hjá Blikunum og þeir voru öruggir á boltann og sóttu stíft. Kristinn Steindórsson jafnaði síðan leikinn fyrir Breiðablik eftir sendingu frá hinum funheita Alfreði Finnbogasyni. Stuttu síðar átti Guðmundur Kristjánsson hörkuskot rétt yfir. Mikið líf í Bliknum sem áttu skilið að jafna. Þegar rétt tæpar 70 mínútur voru liðnar af leiknum kom einhver svakalegasti kafli sem sést hefur í sumar. Haukur Baldvinsson átti þrumuskot í slánna eftir hornspyrnu og nokkrum augnablikum síðar var hann búinn að koma Breiðablik yfir. Mínútu eftir það skoraði hann síðan annað mark og Blikar komnir í 4:2. En Keflavík neitaði að gefast upp og Magnús Þórir Matthíasson skoraði tveimur mínútum síðar en hann kom inn á sem varamaður skömmu áður. Ljóst var að þetta yrðu ekki úrslit leiksins og það varð raunin. Bjarni Hólm Aðalsteinsson skoraði jöfnunarmarkið á 85 mínútu eftir aukaspyrnu frá Símún Samuelsen. Hvorugu liðinu tókst að skora eftir það og niðurstaðan því nokkuð sanngjarnt 4:4 jaftefli. Leikurinn með þeim betri í sumar eins og fyrr segir og bæði lið að spila flottan fótbolta. Bestir hjá Breiðablik voru framherjarnir ungu þeir Alfreð Finnbogason og Haukur Baldvinsson. Auk þess sem Guðmundur Kristjánsson átti flottan leik inni á miðjunni, gríðarlega spennandi leikmaður. Hjá Keflavík var Hörður Sveinsson í miklu stuði auk þess sem Haukur Ingi átti flotta spretti sem og Símún Samuelsen. Leiknum var lýst beint á boltavaktinni en hægt er að lesa um gang mála með því að smella hér: Breiðablik - Keflavík.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Kristján Guðmunds: Heppnir að ná stigi Kristján Guðmundsson þjálfari Keflavíkur var nokkuð léttur eftir leik Breiðabliks og sinna manna í kvöld þrátt fyrir að liðið hefði fengið á sig fjögur mörk. 28. maí 2009 22:10 Haukur Baldvins: Hefði getað sett fjögur Haukur Baldvinsson kom inn í byrjunarlið Breiðabliks í kvöld og skoraði tvö mörk með mínútu millibili. 28. maí 2009 22:04 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Fótbolti Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Á að reka umboðsmanninn á stundinni Enski boltinn Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Sjá meira
Kristján Guðmunds: Heppnir að ná stigi Kristján Guðmundsson þjálfari Keflavíkur var nokkuð léttur eftir leik Breiðabliks og sinna manna í kvöld þrátt fyrir að liðið hefði fengið á sig fjögur mörk. 28. maí 2009 22:10
Haukur Baldvins: Hefði getað sett fjögur Haukur Baldvinsson kom inn í byrjunarlið Breiðabliks í kvöld og skoraði tvö mörk með mínútu millibili. 28. maí 2009 22:04