Íslenski boltinn

Haukur Baldvins: Hefði getað sett fjögur

Breki Logason skrifar
Haukur Baldvinsson
Haukur Baldvinsson
Haukur Baldvinsson kom inn í byrjunarlið Breiðabliks í kvöld og skoraði tvö mörk með mínútu millibili.

"Já, ég er mjög sáttur en hefði samt viljað vinna leikinn. Ég hef fengið tækifæri í þremur leikjum í sumar en fékk að byrja í dag þar sem það meiddist hjá okkur maður, ég ætla að vona að ég verði áfram í byrjunarliðinu eftir þetta," sagði Haukur við Vísi að leik loknum.

Haukur átti þrumuskot í þverslánna augnabliki áður en hann skoraði fyrra markið. "Já svo klúðraði ég líka dauðafæri í fyrri hálfleik, ég hefði því getað sett fjögur ef ég hefði nýtt þetta betur."

Haukur er greinilega mikill markaskorari en hann var ósáttur með að taka ekki öll stigin í kvöld. "Ég hefði viljað taka þrjú stig, en þegar þú færð á þig fjögur mörk þá er það svolítið erfitt."

Hann segir svekkjandi að hafa misst niður tveggja marka forystu en er sáttur þar sem hann segir Keflavík vera með gott lið. "Þeir eru með sterkt lið og eiga eftir að fá mörg stig í sumar, ég held þeir verði ofarlega."

Vísir ákvað að velja Hauk mann leiksins í kvöld enda á hann það fyllilega skilið og vonandi fáum að sjá meira af honum í komandi leikjum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×