Þrír leikmenn geta ekki spilað með U-21 landsliði Íslands gegn Norður-Írlandi í Grindavík í dag vegna veikinda. Leikurinn hefst klukkan 15.00.
Þeir Bjarni Þór Viðarsson, Birkir Bjarnason og Hólmar Örn Eyjólfsson eru veikir og verða því ekki með í leiknum í dag.
Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Reading. fer beint í byrjunarliðið en hann var kallaður inn í hópinn eftir 8-0 sigur á San Marino á föstudagskvöldið.
Byrjunarliðið er þannig skipað:
Markvörður:
Haraldur Björnsson
Varnarmenn:
Skúli Jón Friðgeirsson
Jón Guðni Fjóluson
Elfar Freyr Helgason
Hjörtur Logi Valgarðsson
Miðvallarleikmenn:
Andrés Már Jóhannesson
Guðmundur Kristjánsson
Almarr Ormarsson
Gylfi Þór Sigurðsson
Jóhann Berg Guðmundsson
Sóknarmenn:
Alfreð Finnbogason