Enski boltinn

Newcastle tapaði og missti örlögin úr sínum eigin höndum

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Alan Shearer á hliðarlínunni í dag. Hann þarf að treysta á að Hull vinni ekki Manchester United í lokaumferðinni.
Alan Shearer á hliðarlínunni í dag. Hann þarf að treysta á að Hull vinni ekki Manchester United í lokaumferðinni. Nordicphotos/GettyImages

Newcastle tapaði í dag enn einum leiknum og er í vonudm málum fyrir lokaumferðina. Örlögin eru úr þeirra höndum, félagið er einu stigi á eftir Hull fyrir lokaumferðina og með lakara markahlutfall.

Að því er virðist var löglegt mark tekið af Newcastle sem var manni færri síðustu mínúturnar eftir að Bassong var rekinn af velli. Diomansy Kamara skoraði eina markið í leiknum fyrir Fulham.

Newcastle leikur gegn Villa í lokaumferðnni en Hull mætir nýkringdum Englandsmeisturum Manchester United á heimavelli. Leikurinn skiptir United engu máli og er líklegt að Alex Ferguson hvíli sem flesta leikmann fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar í vikunni á eftir.

Grétar Rafn Steinsson skoraði glæsilegt mark fyrir Bolton sem gerði 1-1 jafntefli við Hull. Markið var með þrumuskoti utan vítateigs í fjærhornið.

Middlesbrough náði ekki að vinna Aston Villa og er svo gott sem fallið.

Úrslit dagsins á Englandi:

Bolton 1-1 Hull

Everton 3-1 West Ham

Middlesbrough 1-1 Aston Villa

Newcastle 0-1 Fulham

Stoke 2-0 Wigan

Tottenham 2-1 Man City






Fleiri fréttir

Sjá meira


×