Innlent

Siv: Icesave hefur ekkert með ESB að gera

Siv Friðleifsdóttir.
Siv Friðleifsdóttir. Mynd/GVA
„Ég held að ESB hafi ekkert þetta mál að gera en ég heyri að það eru margir sem vilja tengja þetta saman. Sérstaklega ESB andstæðingar," sagði Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, á Alþingi í dag, en annarri umræðu um ríkisábyrgð vegna Icesave-skuldbindinganna var fram haldið í morgun. Þingmaðurinn sagðist ennfremur ekki eiga von á því að Icesave málið komi til með að trufla umsóknarferlið.

Þingfundurinn hófst klukkan hálf ellefu í morgun. Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa gagnrýnt stjórnarliða sem lítið hafa tekið þátt í umræðunum. Þeir hafa einnig gagnrýnt fundarstjórn Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseta Alþingis, og skipulagið þingfundarins þar sem ekki hefur legið fyrir hversu lengi fundurinn mun standa.

Sex voru á mælendaskrá þegar þingfundi var slitið í gærkvöldi en nú eru 15 þingmenn á mælendaskrá.


Tengdar fréttir

Þingfundur í dag

Þingfundur hefst innan stundar á Alþingi þar sem annarri umræðu um ríkisábyrgð vegna Icesave-skuldbindinganna verður fram haldið, en ekki tókst að ljúka henni í gærkvöld. Sex verða á mælendaskrá í upphafi fundar.

„Ég er svöng"

Annarri umræðu um ríkisábyrgð vegna Icesave-skuldbindinganna var fram haldið á Alþingi í morgun. Þegar leið á umræðuna hvatti formaður Hreyfingarinnar forseta Alþingis til þess að gera matarhlé þar sem hún væri svöng. Þingflokksformaður Framsóknarflokksins sagði að um réttlætismál væri að ræða. Þingmenn ættu að fá matarhlé.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×