Stóra planið til Rotterdam 20. janúar 2009 04:30 Kvikmynd Ólafs Jóhannessonar, Stóra planið, verður sýnd á kvikmyndahátíðinni í Rotterdam en hún er svokölluð A-hátíð. „Þetta er stór hátíð og ég hlakka mikið til," segir kvikmyndagerðarmaðurinn Ólafur Jóhannesson en kvikmynd hans, Stóra planið, verður meðal mynda á kvikmyndahátíðinni í Rotterdam. Sem þykir mikill heiður. Myndin verður sýnd í svokölluðum spectrum-hluta en Ólafi til halds og trausts verða meðal annars leikarar úr myndinni og framleiðendurnir Stefan Schaefer og Michael Imperioli en sá síðarnefndi lék einmitt glæpaforingjann Alexander í Stóra planinu. Imperioli þessi er þekktastur fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum um Sopranos-fjölskylduna sem sýndir voru á RÚV. Ólafi og honum hefur orðið vel til vina og íslenski leikstjórinn klippti meðal annars stikluna fyrir kvikmynd Imperioli, The Hungry Ghost, sem einnig verður sýnd á Rotterdam-hátíðinni. „Hann fékk ekki mikið greitt fyrir framlag sitt til Stóra plansins og mér fannst alveg sjálfsagt að launa honum greiðann með þessum hætti." Leikstjórinn er ekki búinn að taka ákvörðun um hvað hann tekur sér næst fyrir hendur. Sögusagnir hafa verið á kreiki um að hann ætli að klippa Stóra planið í sjónvarpsþáttaröð en Ólafur vísar því á bug, ekkert slíkt hafi komið til tals. „Ég er bara að dúlla mér hérna heima, er með handrit í vinnslu og annað slíkt. En ekkert hefur verið ákveðið."- fgg Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
„Þetta er stór hátíð og ég hlakka mikið til," segir kvikmyndagerðarmaðurinn Ólafur Jóhannesson en kvikmynd hans, Stóra planið, verður meðal mynda á kvikmyndahátíðinni í Rotterdam. Sem þykir mikill heiður. Myndin verður sýnd í svokölluðum spectrum-hluta en Ólafi til halds og trausts verða meðal annars leikarar úr myndinni og framleiðendurnir Stefan Schaefer og Michael Imperioli en sá síðarnefndi lék einmitt glæpaforingjann Alexander í Stóra planinu. Imperioli þessi er þekktastur fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum um Sopranos-fjölskylduna sem sýndir voru á RÚV. Ólafi og honum hefur orðið vel til vina og íslenski leikstjórinn klippti meðal annars stikluna fyrir kvikmynd Imperioli, The Hungry Ghost, sem einnig verður sýnd á Rotterdam-hátíðinni. „Hann fékk ekki mikið greitt fyrir framlag sitt til Stóra plansins og mér fannst alveg sjálfsagt að launa honum greiðann með þessum hætti." Leikstjórinn er ekki búinn að taka ákvörðun um hvað hann tekur sér næst fyrir hendur. Sögusagnir hafa verið á kreiki um að hann ætli að klippa Stóra planið í sjónvarpsþáttaröð en Ólafur vísar því á bug, ekkert slíkt hafi komið til tals. „Ég er bara að dúlla mér hérna heima, er með handrit í vinnslu og annað slíkt. En ekkert hefur verið ákveðið."- fgg
Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira