Enski boltinn

Aftur stýrði Mancini City til sigurs

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Roberto Mancini var ánægður með sína menn í kvöld.
Roberto Mancini var ánægður með sína menn í kvöld. Nordic Photos / Getty Images

Roberto Mancini byrjar vel með Manchester City en aftur vann liðið vann sinn annan leik í röð undir hans stjórn og hélt þar að auki hreinu.

Carlos Tevez skoraði tvívegis og Javier Garrido eitt í 3-0 útisigri á Wolves í kvöld en þetta var fyrsti útisigur City í þrjá mánuði - síðan City vann Portsmouth í lok ágúst.

City er nú með 35 stig í deildinni og situr í sjötta sæti, þremur stigum á eftir Arsenal sem er í þriðja sæti og á reyndar leik til góða.

Craig Bellamy var í byrjunarliði City í kvöld en hann var afar óánægður með hvernig komið var fram við Mark Hughes, fyrrum stjóra City.

„En svona er bara fótboltabransinn," sagði Bellamy í sjónvarpsviðtali eftir leikinn. „Maður verður bara að halda áfram ef maður vill vera hluti af þessu liði. Framtíðin er björt og ég vil vera hluti af henni ef ég mögulega get."

Mancini hrósaði sínum mönnum óspart eftir leikinn. „Mér fannst leikmennirnir frábærir. Við fengum aðeins tvo daga til að jafna okkur eftir síðasta leik en leikmennirnir stóðu sig engu að síður mjög vel."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×