Innlent

Engar skuldir afskrifaðar enn

jón ásgeir jóhannesson Hluthafar 1998 ehf. vinna nú að því að auka við hlutafé sitt í félaginu. Nýja Kaupþing á nú tvo fulltrúa í stjórn þess.
fréttablaðið/vilhelm
jón ásgeir jóhannesson Hluthafar 1998 ehf. vinna nú að því að auka við hlutafé sitt í félaginu. Nýja Kaupþing á nú tvo fulltrúa í stjórn þess. fréttablaðið/vilhelm

Engar skuldir hafa verið afskrifaðar hjá 1998 ehf. móðurfélagi Haga sem á Bónus. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Nýja Kaupþingi. Þar segir jafnframt að eigendur 1998, en félagið er að stærstum hluta í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, njóti engrar sér­meðferðar hjá bankanum. Þá hafi engin ákvörðun verið tekin um framtíðareignarhald félagsins.

Í yfirlýsingunni segir að upplýsingar sem birst hafi í fjölmiðlum undanfarið um uppgjör og afskriftir skulda félagsins við bankann séu úr lausu lofti gripnar. Um mál 1998 gildi það sama og önnur fyrirtæki og farið verði eftir verklagsreglum bankans í einu og öllu. Í þeim segir: „Bankinn fellir ekki niður skuldir eða breytir þeim í hlutafé nema önnur úrræði séu fullreynd eða ekki talin líkleg til árangurs. Við niðurfellingu skulda er farið að lögum og reglum um afskriftir.“

Eignarhaldsfélagið 1998 keypti svo til allt hlutafé Haga af Baugi í júlí 2008. Kaupin voru fjármögnuð með 30 milljarða króna láni frá Kaupþingi.

Ekki náðist í Jón Ásgeir Jóhannesson við vinnslu fréttarinnar, né fulltrúa Kaupþings í stjórn 1998, eða Jóhannes Jónsson sem einnig situr í stjórninni. Jón Ásgeir er einnig eigandi Fréttablaðsins.- kóp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×