Fótbolti

Landsliðsmenn Tælands fá frítt að borða á McDonald's

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Reynist Big Mac-hamborgarinn leynivopn Bryan Robson?
Reynist Big Mac-hamborgarinn leynivopn Bryan Robson? Nordic Photos / Getty Images
Knattspyrnusamband Tælands hefur gengið frá styrktaraðilasamningi við skyndibitakeðjuna McDonald's sem felur meðal annars í sér að landsliðsmenn fá að borða þar frítt næstu þrjú árin.

McDonald's mun styrkja sambandið um næstum eina milljón dollara á samningstímabnum og eru forráðamenn knattspyrnusambandsins hæstánægðir með samninginn.

„Þetta er mikil hjálp í baráttunni um að koma liðinu á HM árið 2014," sagði forseti sambandsins, Worawi Makudi.

Tælenska landsliðið er í 110. sæti heimslista FIFA og hefur aldrei áður komist á HM í knattspyrnu. Bryan Robson er nýtekinn við starfi þjálfara landsliðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×