Ágúst Ólafur sækist ekki eftir endurkjöri til Alþingis 27. janúar 2009 09:00 Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður og varaformaður Samfylkingarinnar,sendi frá sér fréttatilkynningu fyrir skömmu þar sem hann lýsir því yfir að hann muni ekki sækjast eftir endurkjöri til Alþingis í kosningum í vor og jafnframt láta af embætti varaformanns flokksins á næsta landsfundi. Tilkynning Ágústs Ólafs er svo hljóðandi: "Nýliðna helgi ræddi ég við formann Samfylkingarinnar og skýrði henni frá því að ég hygðist ekki sækjast eftir endurkjöri til Alþingis í kosningunum í vor. Af þeirri ástæðu greindi ég henni jafnframt frá því að ég myndi ekki sækjast eftir ráðherraembætti vegna þeirra breytinga sem fyrir lágu. Við áttum gott samtal og vorum sammála um að rétt væri að bíða með að tilkynna um ákvörðun mína, þar til niðurstaða væri fengin um það hvort ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks yrði framhaldið. Á þeim tímapunkti var enn ekki ljóst hver niðurstaðan yrði í þeim efnum. Nú liggur það fyrir og tel ég því rétt að greina frá þessari ákvörðun minni. Ákvörðun af þessum toga á sér auðvitað nokkurn aðdraganda. En þegar sú staða kom upp að þingkosningum yrði flýtt og að framundan væri nýtt fjögurra ára kjörtímabil, var ekki hjá því komist að við hjónin gerðum upp hug okkar til framtíðarinnar. Við höfum um nokkra hríð haft hug á því að halda utan í framhaldsnám og höfðum við upphaflega ráðgert að söðla um í lok þessa kjörtímabils. Sá tímapunktur ber nú að nokkru fyrr en við hugðum, en við erum ákaflega sátt við þessa ákvörðun. Ólíkt þeim sem hætta á þingi á efri árum, þá lít ég ekki á þessar málalyktir sem svo, að ég sé alfarið hættur að taka þátt í stjórnmálum. Ég hyggst beita mér af fullum þunga á Alþingi fram til kosninga og vitaskuld starfa áfram í Samfylkingunni. Ákvörðun mín felur það þó í sér að ég mun láta af embætti varaformanns Samfylkingarinnar á næsta landsfundi flokksins. Ég vil þakka öllum þeim sem ég hef átt í samskiptum við í störfum mínum undanfarin ár, samstarfsfélögum og stuðningsfólki. Að lokum óska ég nýrri ríkisstjórn velfarnaðar í þeim erfiðu verkefnum sem bíða hennar." Virðingarfyllst, Ágúst Ólafur Ágústsson alþingismaður Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður og varaformaður Samfylkingarinnar,sendi frá sér fréttatilkynningu fyrir skömmu þar sem hann lýsir því yfir að hann muni ekki sækjast eftir endurkjöri til Alþingis í kosningum í vor og jafnframt láta af embætti varaformanns flokksins á næsta landsfundi. Tilkynning Ágústs Ólafs er svo hljóðandi: "Nýliðna helgi ræddi ég við formann Samfylkingarinnar og skýrði henni frá því að ég hygðist ekki sækjast eftir endurkjöri til Alþingis í kosningunum í vor. Af þeirri ástæðu greindi ég henni jafnframt frá því að ég myndi ekki sækjast eftir ráðherraembætti vegna þeirra breytinga sem fyrir lágu. Við áttum gott samtal og vorum sammála um að rétt væri að bíða með að tilkynna um ákvörðun mína, þar til niðurstaða væri fengin um það hvort ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks yrði framhaldið. Á þeim tímapunkti var enn ekki ljóst hver niðurstaðan yrði í þeim efnum. Nú liggur það fyrir og tel ég því rétt að greina frá þessari ákvörðun minni. Ákvörðun af þessum toga á sér auðvitað nokkurn aðdraganda. En þegar sú staða kom upp að þingkosningum yrði flýtt og að framundan væri nýtt fjögurra ára kjörtímabil, var ekki hjá því komist að við hjónin gerðum upp hug okkar til framtíðarinnar. Við höfum um nokkra hríð haft hug á því að halda utan í framhaldsnám og höfðum við upphaflega ráðgert að söðla um í lok þessa kjörtímabils. Sá tímapunktur ber nú að nokkru fyrr en við hugðum, en við erum ákaflega sátt við þessa ákvörðun. Ólíkt þeim sem hætta á þingi á efri árum, þá lít ég ekki á þessar málalyktir sem svo, að ég sé alfarið hættur að taka þátt í stjórnmálum. Ég hyggst beita mér af fullum þunga á Alþingi fram til kosninga og vitaskuld starfa áfram í Samfylkingunni. Ákvörðun mín felur það þó í sér að ég mun láta af embætti varaformanns Samfylkingarinnar á næsta landsfundi flokksins. Ég vil þakka öllum þeim sem ég hef átt í samskiptum við í störfum mínum undanfarin ár, samstarfsfélögum og stuðningsfólki. Að lokum óska ég nýrri ríkisstjórn velfarnaðar í þeim erfiðu verkefnum sem bíða hennar." Virðingarfyllst, Ágúst Ólafur Ágústsson alþingismaður
Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira