Gætum misst unga lækna og hjúkrunarfræðinga úr landi 25. september 2009 07:00 Starfshópur skoðar vinnuaðstæður ungra lækna, ekki síst til að draga úr hættu á mistökum vegna of mikils vinnuálags. fréttablaðið/vilhelm Gjörbreytt staða er komin upp hjá ungu heilbrigðisstarfsfólki vegna niðurskurðar í heilbrigðiskerfinu. Atvinnumöguleikar nýútskrifaðra lækna og hjúkrunarfræðinga hafa skerst verulega hér á landi og hætta er talin á að þessi hópur þurfi að leita annað í auknum mæli. Ein þeirra sparnaðaraðgerða sem gripið verður til á Landspítalanum á næstu misserum er að endurnýja ekki tímabundna ráðningarsamninga og ráða ekki í störf þeirra sem hætta vegna aldurs. „Þetta er vissulega mjög breytt staða og það hefur sannast í gegnum tíðina að þeir sem hafa góða menntun, eða annað sem er eftirsótt annars staðar, fara fyrstir,“ segir Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Hún segir að finna megi líkindi með þróuninni innanlands á undanförnum árum. Vel menntað fólk flytji af landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins í leit að tækifærum. „Fólk skýtur svo rótum í borginni og það sama mun gerast núna. Fólk flytur og kemur ekkert endilega aftur.“ Elsa útilokar því ekki landflótta en setur þann varnagla að ástandið sé heldur ekki gott innan heilbrigðisgeirans annars staðar í Evrópu. Elsa segir að niðurskurðurinn hitti líka hjúkrunarfræðinema fyrir. „Fjórða árs nemar hafa verið að vinna hlutastörf yfir veturinn og þeir verða trúlega ekki endurráðnir þegar þeirra samningar renna út á næstu mánuðum.“ Hjördís Þórey Þorgeirsdóttir, formaður Félags ungra lækna, segir að líklegt megi teljast að ungir læknar fari fyrr út í sérnám en annars hefði verið og einhverjir komi seinna heim. Það geti þýtt að fleiri setjist að erlendis til frambúðar en annars hefði verið. Hjördís þekkir dæmi þess að unglæknar séu ráðnir í skemmri tíma en áður, og þá í sex mánuði í stað tveggja ára áður. Einnig sé verið að fækka stöðugildum á sviðum þar sem álagið hafi verið mikið fyrir. „Þetta er það sem við höfum mestar áhyggjur af, að við getum ekki sinnt okkar starfi eins vel og við kysum.“ Hjördís segir að á Landspítalanum hafi starfshópur verið settur á fót sem skoði vinnuframlag ungra lækna. „Við erum að sinna þannig starfi að það er ekki hægt að minnka vinnuframlag okkar án þess að það geti haft alvarlegar afleiðingar og því er tilkoma starfshópsins sérstakt ánægjuefni.“ Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Sjá meira
Gjörbreytt staða er komin upp hjá ungu heilbrigðisstarfsfólki vegna niðurskurðar í heilbrigðiskerfinu. Atvinnumöguleikar nýútskrifaðra lækna og hjúkrunarfræðinga hafa skerst verulega hér á landi og hætta er talin á að þessi hópur þurfi að leita annað í auknum mæli. Ein þeirra sparnaðaraðgerða sem gripið verður til á Landspítalanum á næstu misserum er að endurnýja ekki tímabundna ráðningarsamninga og ráða ekki í störf þeirra sem hætta vegna aldurs. „Þetta er vissulega mjög breytt staða og það hefur sannast í gegnum tíðina að þeir sem hafa góða menntun, eða annað sem er eftirsótt annars staðar, fara fyrstir,“ segir Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Hún segir að finna megi líkindi með þróuninni innanlands á undanförnum árum. Vel menntað fólk flytji af landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins í leit að tækifærum. „Fólk skýtur svo rótum í borginni og það sama mun gerast núna. Fólk flytur og kemur ekkert endilega aftur.“ Elsa útilokar því ekki landflótta en setur þann varnagla að ástandið sé heldur ekki gott innan heilbrigðisgeirans annars staðar í Evrópu. Elsa segir að niðurskurðurinn hitti líka hjúkrunarfræðinema fyrir. „Fjórða árs nemar hafa verið að vinna hlutastörf yfir veturinn og þeir verða trúlega ekki endurráðnir þegar þeirra samningar renna út á næstu mánuðum.“ Hjördís Þórey Þorgeirsdóttir, formaður Félags ungra lækna, segir að líklegt megi teljast að ungir læknar fari fyrr út í sérnám en annars hefði verið og einhverjir komi seinna heim. Það geti þýtt að fleiri setjist að erlendis til frambúðar en annars hefði verið. Hjördís þekkir dæmi þess að unglæknar séu ráðnir í skemmri tíma en áður, og þá í sex mánuði í stað tveggja ára áður. Einnig sé verið að fækka stöðugildum á sviðum þar sem álagið hafi verið mikið fyrir. „Þetta er það sem við höfum mestar áhyggjur af, að við getum ekki sinnt okkar starfi eins vel og við kysum.“ Hjördís segir að á Landspítalanum hafi starfshópur verið settur á fót sem skoði vinnuframlag ungra lækna. „Við erum að sinna þannig starfi að það er ekki hægt að minnka vinnuframlag okkar án þess að það geti haft alvarlegar afleiðingar og því er tilkoma starfshópsins sérstakt ánægjuefni.“
Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði