Fótbolti

Hamren tekur við sænska landsliðinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Erik Hamren fagnar norska meistaratitlinum í síðasta mánuði.
Erik Hamren fagnar norska meistaratitlinum í síðasta mánuði. Nordic Photos / AFP

Erik Hamren, þjálfari norsku meistaranna í Rosenborg, hefur verið ráðinn þjálfari sænska landsliðsins.

Í síðustu viku greindu fulltrúar sænska knattspyrnusambandsins frá því að Hamren myndi ekki taka við starfinu þar sem sambandið hefði ekki náð samkomulagi við Rosenborg um starfslok Hamren hjá félaginu.

Nú hafa aðilar hins vegar komist að sátt. Hamren mun stýra bæði sænska landsliðinu og Rosenborg þar til í ágúst á næsta ári en þá hættir hann hjá Rosenborg.

Hamren tekur við starfi landsliðsþjálfara af Lars Lagerbäck sem mistókst að koma Svíum í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins sem fer fram í Suður-Afríku í sumar.

Hamren varð danskur meistari sem þjálfari Álaborgar árið 2008 og hefur þrívegis orðið sænskur bikarmeistari, tvívegis með AIK og einu sinni með Örgryte.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×