Enski boltinn

Gylfi með jöfnunarmark Reading beint úr aukaspyrnu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson. Mynd/Heimasíða Reading

Gylfi Þór Sigurðsson tryggði Reading 1-1 jafntefli á móti Swansea í ensku b-deildinni í dag en markið skoraði hann beint úr aukaspyrnu í uppbótartíma fyrri hálfleiks.

Darren Pratley kom Swansea í 1-0 níu mínútum áður en Gylfi Þór skoraði markið sitt. Gylfi vann aukaspyrnuna sjálfur og skoraði síðan með laglegu skoti niður í fjærhornið.

Gylfi átti möguleika að skora sigurmarkið í seinni hálfleik en Dorus de Vries, markvörður Swansea varði þá vel frá honum.

Gylfi lék allan leikinn með Reading alveg eins og landar hans Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson. Brynjar Björn nældi sér í gult spjald í leiknum en hann spilaði sem hægri bakvörður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×