Innlent

Þingmenn vilja ólmir gerast fiskistofustjórar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Magnús Stefánsson fyrrverandi félagsmálaráðherra vill stýra Fiskistofu. Það vilja Arnbjörg Sveinsdóttir og Sigurjón Þórðarson einnig gera.
Magnús Stefánsson fyrrverandi félagsmálaráðherra vill stýra Fiskistofu. Það vilja Arnbjörg Sveinsdóttir og Sigurjón Þórðarson einnig gera.
Þrír fyrrverandi þingmenn sækja um stöðu fiskistofustjóra en umsóknarfrestur um embættið rann út á fimmtudaginn.

Um er að ræða þau Arnbjörgu Sveinsdóttur, fyrrverandi formann þingflokks Sjálfstæðisflokksins, Magnús Stefánsson, fyrrverandi þingmann Framsóknarflokksins sem jafnframt gegndi embætti félagsmálaráðherra um skeið, og Sigurjón Þórðarson, sem var þingmaður Frjálslynda flokksins.

Hlutverk Fiskistofu er að annast framkvæmd laga og reglna um stjórn fiskveiða og hafa eftirlit með öllum þáttum veiða. Jafnframt er hlutverk Fiskistofu að annast stjórnsýslu á sviði lax- og silungsveiði og fiskeldis, ásamt söfnun, úrvinnslu og útgáfu ýmissa upplýsinga varðandi sjávarútveg, fiskeldi og lax- og silungsveiði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×