Enski boltinn

King dæmdur til fangelsisvistar í átján mánuði

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Marlon King mætir í réttarsalinn.
Marlon King mætir í réttarsalinn. Nordic Photos / AFP

Marlon King, leikmaður Wigan, var í dag sakfelldur fyrir líkamsárás og kynferðislegt áreiti og dæmdur til fangelsisvistar í átján mánuði.

King er gefið að sök að hafa áreitt konu kynferðislega og svo kýlt hana í andlitið með þeim afleiðingum að hún nefbrotnaði þegar hún gerði honum ljóst að hún vildi ekkert með hann hafa.

King er þriggja barna faðir og var að fagna því að konan hans væri með barni og að hann hafi skorað sigurmark í knattspyrnuleik fyrr um daginn þegar atvikið átti sér stað.

„Veistu ekki hver ég er? Ég er milljónamæringur," mun hann hafa sagt við konuna áður en hann sló hana.

King sagði konuna hafa farið í mannavillt en kviðdómur tók málsvörn hans ekki trúanlega. Nokkur vitni voru á staðnum sem gátu borið kennsl á King, til að mynda knattspyrnuþjálfari sem þekkti til hans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×