Umfjöllun: Ótrúleg endurkoma hjá bikarmeisturum KR Ómar Þorgeirsson skrifar 2. ágúst 2009 19:45 KR-ingar eru komnir í undanúrslit VISA-bikarsins. Mynd/Daníel Bikarmeistarar KR tryggðu sér farseðilinn í undanúrslit VISA-bikarsins eftir 1-3 sigur gegn Val á Vodafonevellinum í kvöld en staðan var 1-0 fyrir Val í hálfleik. Þrjú mörk frá gestunum í skrautlegum seinni hálfleik sáu til þess að KR-ingar eiga enn möguleika á að verja bikarmeistaratitil sinn í sumar. Fyrri hálfleikur á Vodafonevellinum í kvöld var annars fremur bragðdaufur og í raun fátt sem gladdi augað. Leikurinn einkenndist af stöðubaráttu inni á miðsvæðinu og lítið um að liðin næðu að skapa sér góð marktækifæri. Björgólfur Takefusa skapaði reyndar hættu við mark Vals þegar um stundarfjórðungur var liðinn af leiknum þegar hann lék á tvo varnarmenn Vals og átti lúmskt skot sem fór rétt framhjá fjærstönginni en Björgólfur átti heldur betur eftir að koma við sögu síðar í leiknum. Það var ekkert í spilunum sem benti til annars en að markalaust yrði þegar flautað yrði til hálfleiks en á 43. mínútu dró til tíðinda. KR-ingar voru þá að spila út úr vörn sinni þegar boltinn barst fyrir mistök til Bjarna Ólafs Eiríkssonar sem þakkaði pent fyrir sig og hamraði boltann í fjærhornið, óverjandi fyrir Stefán Loga Magnússon í marki KR. Valsmenn fóru því með 1-0 forystu inn í hálfleikinn og gátu vel við unað. Seinni hálfleikurinn fór aftur á móti illa af stað fyrir Valsmenn og á 47. mínútu fékk Marel Jóhann Baldvinsson sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir meint brot á Óskari Erni Haukssyni og heimamenn því skyndilega orðnir manni færri. KR-ingar sóttu stíft í framhaldinu og gerðu í tvígang tilkall til vítaspyrnu þegar þeir töldu að brotið hefði verið á Guðmundi Benediktssyni og Óskari Erni. Í tilfelli Óskars Arnar hljóp mönnum mjög kapp í kinn og það endaði með því að Óskar Örn sló til Reynis Leóssonar og fékk fyrir vikið beint rautt frá Eyjólfi M Kristinssyni dómara leiksins. Aftur var því orðið jafnt í liðum en það var eins og að atvikið hefði kveikt í sérstaklega í KR-ingum og þeir voru mun líklegri en Valsmenn til þess að skora. Björgólfur jafnaði leikinn með góðu skallamarki eftir klukkutíma leik og það virtist slá Valsmenn algjörlega út af laginu. Enn eitt vafaatriðið leit svo dagsins ljós á 76. mínútu þegar Mark Rutgers féll í teignum eftir návígi og þá loks fengu KR-ingar vítaspyrnu dæmda, við mikil mótmæli Valsmanna. Dómurinn stóð hins vegar og Guðmundur Benediktsson fór ískaldur á vítapunktinn og skoraði af miklu öryggi og kom KR-ingum yfir, 1-2. Björgólfur gerði svo út um leikinn skömmu fyrir leikslok með glæsilegu skoti rétt utan vítateigs og tryggði um leið KR-ingum farseðilinn í undanúrslit bikarsins. Gríðarlega sætur 1-3 sigur KR-inga gegn erkifjendunum í Val því staðreynd og ljóst að miðað við spilamennsku Vesturbæinga síðustu vikur eru þeir líklegir til þess að verja bikarmeistaratitil sinn í haust.Tölfræðin:Valur - KR 1-3 1-0 Bjarni Ólafur Eiríksson (43.) 1-1 Björgólfur Takefusa (60.) 1-2 Guðmundur Benediktsson (77.) 1-3 Björgólfur Takefusa (87.) Rautt spjald: Marel Jóhann Baldvinsson, Val (47.), Óskar Örn Hauksson, KR (54.) Vodafonevöllur, áhorfendur 1.352 Dómari: Eyjólfur M Kristinsson Skot (á mark): 6-8 (4-6) Varin skot: Kjartan 3 - Stefán Logi 3 Horn: 6-5 Aukaspyrnur fengnar: 14-13 Rangstöður: 3-2 Valur (4-4-2) Kjartan Sturluson Steinþór Gíslason Reynir Leósson (81., Arnar Sveinn Geirsson) Guðmundur Viðar Mete (52., Ian Jeffs) Bjarni Ólafur Eiríksson Matthías Guðmundsson Baldur Ingimar Aðalsteinsson Marel Jóhann Baldvinsson Arnar Gunnlaugsson Helgi Sigurðsson Pétur Georg Markan (70., Viktor Unnar Illugason) KR (4-4-2) Stefán Logi Magnússon SKúli Jón Friðgeirsson (73., Eggert Rafn Einarsson) Grétar Sigfinnur Sigurðarson Mark Rutgers Jordao Diogo (44., Gunnar Örn Jónsson) Óskar Örn Hauksson Baldur Sigurðsson Bjarni Guðjónsson Guðmundur Reynir Gunnarsson Guðmundur Benediktsson (90., Egill Jónsson) Björgólfur Takefusa Pepsi Max-deild karla Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira
Bikarmeistarar KR tryggðu sér farseðilinn í undanúrslit VISA-bikarsins eftir 1-3 sigur gegn Val á Vodafonevellinum í kvöld en staðan var 1-0 fyrir Val í hálfleik. Þrjú mörk frá gestunum í skrautlegum seinni hálfleik sáu til þess að KR-ingar eiga enn möguleika á að verja bikarmeistaratitil sinn í sumar. Fyrri hálfleikur á Vodafonevellinum í kvöld var annars fremur bragðdaufur og í raun fátt sem gladdi augað. Leikurinn einkenndist af stöðubaráttu inni á miðsvæðinu og lítið um að liðin næðu að skapa sér góð marktækifæri. Björgólfur Takefusa skapaði reyndar hættu við mark Vals þegar um stundarfjórðungur var liðinn af leiknum þegar hann lék á tvo varnarmenn Vals og átti lúmskt skot sem fór rétt framhjá fjærstönginni en Björgólfur átti heldur betur eftir að koma við sögu síðar í leiknum. Það var ekkert í spilunum sem benti til annars en að markalaust yrði þegar flautað yrði til hálfleiks en á 43. mínútu dró til tíðinda. KR-ingar voru þá að spila út úr vörn sinni þegar boltinn barst fyrir mistök til Bjarna Ólafs Eiríkssonar sem þakkaði pent fyrir sig og hamraði boltann í fjærhornið, óverjandi fyrir Stefán Loga Magnússon í marki KR. Valsmenn fóru því með 1-0 forystu inn í hálfleikinn og gátu vel við unað. Seinni hálfleikurinn fór aftur á móti illa af stað fyrir Valsmenn og á 47. mínútu fékk Marel Jóhann Baldvinsson sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir meint brot á Óskari Erni Haukssyni og heimamenn því skyndilega orðnir manni færri. KR-ingar sóttu stíft í framhaldinu og gerðu í tvígang tilkall til vítaspyrnu þegar þeir töldu að brotið hefði verið á Guðmundi Benediktssyni og Óskari Erni. Í tilfelli Óskars Arnar hljóp mönnum mjög kapp í kinn og það endaði með því að Óskar Örn sló til Reynis Leóssonar og fékk fyrir vikið beint rautt frá Eyjólfi M Kristinssyni dómara leiksins. Aftur var því orðið jafnt í liðum en það var eins og að atvikið hefði kveikt í sérstaklega í KR-ingum og þeir voru mun líklegri en Valsmenn til þess að skora. Björgólfur jafnaði leikinn með góðu skallamarki eftir klukkutíma leik og það virtist slá Valsmenn algjörlega út af laginu. Enn eitt vafaatriðið leit svo dagsins ljós á 76. mínútu þegar Mark Rutgers féll í teignum eftir návígi og þá loks fengu KR-ingar vítaspyrnu dæmda, við mikil mótmæli Valsmanna. Dómurinn stóð hins vegar og Guðmundur Benediktsson fór ískaldur á vítapunktinn og skoraði af miklu öryggi og kom KR-ingum yfir, 1-2. Björgólfur gerði svo út um leikinn skömmu fyrir leikslok með glæsilegu skoti rétt utan vítateigs og tryggði um leið KR-ingum farseðilinn í undanúrslit bikarsins. Gríðarlega sætur 1-3 sigur KR-inga gegn erkifjendunum í Val því staðreynd og ljóst að miðað við spilamennsku Vesturbæinga síðustu vikur eru þeir líklegir til þess að verja bikarmeistaratitil sinn í haust.Tölfræðin:Valur - KR 1-3 1-0 Bjarni Ólafur Eiríksson (43.) 1-1 Björgólfur Takefusa (60.) 1-2 Guðmundur Benediktsson (77.) 1-3 Björgólfur Takefusa (87.) Rautt spjald: Marel Jóhann Baldvinsson, Val (47.), Óskar Örn Hauksson, KR (54.) Vodafonevöllur, áhorfendur 1.352 Dómari: Eyjólfur M Kristinsson Skot (á mark): 6-8 (4-6) Varin skot: Kjartan 3 - Stefán Logi 3 Horn: 6-5 Aukaspyrnur fengnar: 14-13 Rangstöður: 3-2 Valur (4-4-2) Kjartan Sturluson Steinþór Gíslason Reynir Leósson (81., Arnar Sveinn Geirsson) Guðmundur Viðar Mete (52., Ian Jeffs) Bjarni Ólafur Eiríksson Matthías Guðmundsson Baldur Ingimar Aðalsteinsson Marel Jóhann Baldvinsson Arnar Gunnlaugsson Helgi Sigurðsson Pétur Georg Markan (70., Viktor Unnar Illugason) KR (4-4-2) Stefán Logi Magnússon SKúli Jón Friðgeirsson (73., Eggert Rafn Einarsson) Grétar Sigfinnur Sigurðarson Mark Rutgers Jordao Diogo (44., Gunnar Örn Jónsson) Óskar Örn Hauksson Baldur Sigurðsson Bjarni Guðjónsson Guðmundur Reynir Gunnarsson Guðmundur Benediktsson (90., Egill Jónsson) Björgólfur Takefusa
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira