Umfjöllun: Ótrúleg endurkoma hjá bikarmeisturum KR Ómar Þorgeirsson skrifar 2. ágúst 2009 19:45 KR-ingar eru komnir í undanúrslit VISA-bikarsins. Mynd/Daníel Bikarmeistarar KR tryggðu sér farseðilinn í undanúrslit VISA-bikarsins eftir 1-3 sigur gegn Val á Vodafonevellinum í kvöld en staðan var 1-0 fyrir Val í hálfleik. Þrjú mörk frá gestunum í skrautlegum seinni hálfleik sáu til þess að KR-ingar eiga enn möguleika á að verja bikarmeistaratitil sinn í sumar. Fyrri hálfleikur á Vodafonevellinum í kvöld var annars fremur bragðdaufur og í raun fátt sem gladdi augað. Leikurinn einkenndist af stöðubaráttu inni á miðsvæðinu og lítið um að liðin næðu að skapa sér góð marktækifæri. Björgólfur Takefusa skapaði reyndar hættu við mark Vals þegar um stundarfjórðungur var liðinn af leiknum þegar hann lék á tvo varnarmenn Vals og átti lúmskt skot sem fór rétt framhjá fjærstönginni en Björgólfur átti heldur betur eftir að koma við sögu síðar í leiknum. Það var ekkert í spilunum sem benti til annars en að markalaust yrði þegar flautað yrði til hálfleiks en á 43. mínútu dró til tíðinda. KR-ingar voru þá að spila út úr vörn sinni þegar boltinn barst fyrir mistök til Bjarna Ólafs Eiríkssonar sem þakkaði pent fyrir sig og hamraði boltann í fjærhornið, óverjandi fyrir Stefán Loga Magnússon í marki KR. Valsmenn fóru því með 1-0 forystu inn í hálfleikinn og gátu vel við unað. Seinni hálfleikurinn fór aftur á móti illa af stað fyrir Valsmenn og á 47. mínútu fékk Marel Jóhann Baldvinsson sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir meint brot á Óskari Erni Haukssyni og heimamenn því skyndilega orðnir manni færri. KR-ingar sóttu stíft í framhaldinu og gerðu í tvígang tilkall til vítaspyrnu þegar þeir töldu að brotið hefði verið á Guðmundi Benediktssyni og Óskari Erni. Í tilfelli Óskars Arnar hljóp mönnum mjög kapp í kinn og það endaði með því að Óskar Örn sló til Reynis Leóssonar og fékk fyrir vikið beint rautt frá Eyjólfi M Kristinssyni dómara leiksins. Aftur var því orðið jafnt í liðum en það var eins og að atvikið hefði kveikt í sérstaklega í KR-ingum og þeir voru mun líklegri en Valsmenn til þess að skora. Björgólfur jafnaði leikinn með góðu skallamarki eftir klukkutíma leik og það virtist slá Valsmenn algjörlega út af laginu. Enn eitt vafaatriðið leit svo dagsins ljós á 76. mínútu þegar Mark Rutgers féll í teignum eftir návígi og þá loks fengu KR-ingar vítaspyrnu dæmda, við mikil mótmæli Valsmanna. Dómurinn stóð hins vegar og Guðmundur Benediktsson fór ískaldur á vítapunktinn og skoraði af miklu öryggi og kom KR-ingum yfir, 1-2. Björgólfur gerði svo út um leikinn skömmu fyrir leikslok með glæsilegu skoti rétt utan vítateigs og tryggði um leið KR-ingum farseðilinn í undanúrslit bikarsins. Gríðarlega sætur 1-3 sigur KR-inga gegn erkifjendunum í Val því staðreynd og ljóst að miðað við spilamennsku Vesturbæinga síðustu vikur eru þeir líklegir til þess að verja bikarmeistaratitil sinn í haust.Tölfræðin:Valur - KR 1-3 1-0 Bjarni Ólafur Eiríksson (43.) 1-1 Björgólfur Takefusa (60.) 1-2 Guðmundur Benediktsson (77.) 1-3 Björgólfur Takefusa (87.) Rautt spjald: Marel Jóhann Baldvinsson, Val (47.), Óskar Örn Hauksson, KR (54.) Vodafonevöllur, áhorfendur 1.352 Dómari: Eyjólfur M Kristinsson Skot (á mark): 6-8 (4-6) Varin skot: Kjartan 3 - Stefán Logi 3 Horn: 6-5 Aukaspyrnur fengnar: 14-13 Rangstöður: 3-2 Valur (4-4-2) Kjartan Sturluson Steinþór Gíslason Reynir Leósson (81., Arnar Sveinn Geirsson) Guðmundur Viðar Mete (52., Ian Jeffs) Bjarni Ólafur Eiríksson Matthías Guðmundsson Baldur Ingimar Aðalsteinsson Marel Jóhann Baldvinsson Arnar Gunnlaugsson Helgi Sigurðsson Pétur Georg Markan (70., Viktor Unnar Illugason) KR (4-4-2) Stefán Logi Magnússon SKúli Jón Friðgeirsson (73., Eggert Rafn Einarsson) Grétar Sigfinnur Sigurðarson Mark Rutgers Jordao Diogo (44., Gunnar Örn Jónsson) Óskar Örn Hauksson Baldur Sigurðsson Bjarni Guðjónsson Guðmundur Reynir Gunnarsson Guðmundur Benediktsson (90., Egill Jónsson) Björgólfur Takefusa Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
Bikarmeistarar KR tryggðu sér farseðilinn í undanúrslit VISA-bikarsins eftir 1-3 sigur gegn Val á Vodafonevellinum í kvöld en staðan var 1-0 fyrir Val í hálfleik. Þrjú mörk frá gestunum í skrautlegum seinni hálfleik sáu til þess að KR-ingar eiga enn möguleika á að verja bikarmeistaratitil sinn í sumar. Fyrri hálfleikur á Vodafonevellinum í kvöld var annars fremur bragðdaufur og í raun fátt sem gladdi augað. Leikurinn einkenndist af stöðubaráttu inni á miðsvæðinu og lítið um að liðin næðu að skapa sér góð marktækifæri. Björgólfur Takefusa skapaði reyndar hættu við mark Vals þegar um stundarfjórðungur var liðinn af leiknum þegar hann lék á tvo varnarmenn Vals og átti lúmskt skot sem fór rétt framhjá fjærstönginni en Björgólfur átti heldur betur eftir að koma við sögu síðar í leiknum. Það var ekkert í spilunum sem benti til annars en að markalaust yrði þegar flautað yrði til hálfleiks en á 43. mínútu dró til tíðinda. KR-ingar voru þá að spila út úr vörn sinni þegar boltinn barst fyrir mistök til Bjarna Ólafs Eiríkssonar sem þakkaði pent fyrir sig og hamraði boltann í fjærhornið, óverjandi fyrir Stefán Loga Magnússon í marki KR. Valsmenn fóru því með 1-0 forystu inn í hálfleikinn og gátu vel við unað. Seinni hálfleikurinn fór aftur á móti illa af stað fyrir Valsmenn og á 47. mínútu fékk Marel Jóhann Baldvinsson sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir meint brot á Óskari Erni Haukssyni og heimamenn því skyndilega orðnir manni færri. KR-ingar sóttu stíft í framhaldinu og gerðu í tvígang tilkall til vítaspyrnu þegar þeir töldu að brotið hefði verið á Guðmundi Benediktssyni og Óskari Erni. Í tilfelli Óskars Arnar hljóp mönnum mjög kapp í kinn og það endaði með því að Óskar Örn sló til Reynis Leóssonar og fékk fyrir vikið beint rautt frá Eyjólfi M Kristinssyni dómara leiksins. Aftur var því orðið jafnt í liðum en það var eins og að atvikið hefði kveikt í sérstaklega í KR-ingum og þeir voru mun líklegri en Valsmenn til þess að skora. Björgólfur jafnaði leikinn með góðu skallamarki eftir klukkutíma leik og það virtist slá Valsmenn algjörlega út af laginu. Enn eitt vafaatriðið leit svo dagsins ljós á 76. mínútu þegar Mark Rutgers féll í teignum eftir návígi og þá loks fengu KR-ingar vítaspyrnu dæmda, við mikil mótmæli Valsmanna. Dómurinn stóð hins vegar og Guðmundur Benediktsson fór ískaldur á vítapunktinn og skoraði af miklu öryggi og kom KR-ingum yfir, 1-2. Björgólfur gerði svo út um leikinn skömmu fyrir leikslok með glæsilegu skoti rétt utan vítateigs og tryggði um leið KR-ingum farseðilinn í undanúrslit bikarsins. Gríðarlega sætur 1-3 sigur KR-inga gegn erkifjendunum í Val því staðreynd og ljóst að miðað við spilamennsku Vesturbæinga síðustu vikur eru þeir líklegir til þess að verja bikarmeistaratitil sinn í haust.Tölfræðin:Valur - KR 1-3 1-0 Bjarni Ólafur Eiríksson (43.) 1-1 Björgólfur Takefusa (60.) 1-2 Guðmundur Benediktsson (77.) 1-3 Björgólfur Takefusa (87.) Rautt spjald: Marel Jóhann Baldvinsson, Val (47.), Óskar Örn Hauksson, KR (54.) Vodafonevöllur, áhorfendur 1.352 Dómari: Eyjólfur M Kristinsson Skot (á mark): 6-8 (4-6) Varin skot: Kjartan 3 - Stefán Logi 3 Horn: 6-5 Aukaspyrnur fengnar: 14-13 Rangstöður: 3-2 Valur (4-4-2) Kjartan Sturluson Steinþór Gíslason Reynir Leósson (81., Arnar Sveinn Geirsson) Guðmundur Viðar Mete (52., Ian Jeffs) Bjarni Ólafur Eiríksson Matthías Guðmundsson Baldur Ingimar Aðalsteinsson Marel Jóhann Baldvinsson Arnar Gunnlaugsson Helgi Sigurðsson Pétur Georg Markan (70., Viktor Unnar Illugason) KR (4-4-2) Stefán Logi Magnússon SKúli Jón Friðgeirsson (73., Eggert Rafn Einarsson) Grétar Sigfinnur Sigurðarson Mark Rutgers Jordao Diogo (44., Gunnar Örn Jónsson) Óskar Örn Hauksson Baldur Sigurðsson Bjarni Guðjónsson Guðmundur Reynir Gunnarsson Guðmundur Benediktsson (90., Egill Jónsson) Björgólfur Takefusa
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti