Umfjöllun: Ótrúleg endurkoma hjá bikarmeisturum KR Ómar Þorgeirsson skrifar 2. ágúst 2009 19:45 KR-ingar eru komnir í undanúrslit VISA-bikarsins. Mynd/Daníel Bikarmeistarar KR tryggðu sér farseðilinn í undanúrslit VISA-bikarsins eftir 1-3 sigur gegn Val á Vodafonevellinum í kvöld en staðan var 1-0 fyrir Val í hálfleik. Þrjú mörk frá gestunum í skrautlegum seinni hálfleik sáu til þess að KR-ingar eiga enn möguleika á að verja bikarmeistaratitil sinn í sumar. Fyrri hálfleikur á Vodafonevellinum í kvöld var annars fremur bragðdaufur og í raun fátt sem gladdi augað. Leikurinn einkenndist af stöðubaráttu inni á miðsvæðinu og lítið um að liðin næðu að skapa sér góð marktækifæri. Björgólfur Takefusa skapaði reyndar hættu við mark Vals þegar um stundarfjórðungur var liðinn af leiknum þegar hann lék á tvo varnarmenn Vals og átti lúmskt skot sem fór rétt framhjá fjærstönginni en Björgólfur átti heldur betur eftir að koma við sögu síðar í leiknum. Það var ekkert í spilunum sem benti til annars en að markalaust yrði þegar flautað yrði til hálfleiks en á 43. mínútu dró til tíðinda. KR-ingar voru þá að spila út úr vörn sinni þegar boltinn barst fyrir mistök til Bjarna Ólafs Eiríkssonar sem þakkaði pent fyrir sig og hamraði boltann í fjærhornið, óverjandi fyrir Stefán Loga Magnússon í marki KR. Valsmenn fóru því með 1-0 forystu inn í hálfleikinn og gátu vel við unað. Seinni hálfleikurinn fór aftur á móti illa af stað fyrir Valsmenn og á 47. mínútu fékk Marel Jóhann Baldvinsson sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir meint brot á Óskari Erni Haukssyni og heimamenn því skyndilega orðnir manni færri. KR-ingar sóttu stíft í framhaldinu og gerðu í tvígang tilkall til vítaspyrnu þegar þeir töldu að brotið hefði verið á Guðmundi Benediktssyni og Óskari Erni. Í tilfelli Óskars Arnar hljóp mönnum mjög kapp í kinn og það endaði með því að Óskar Örn sló til Reynis Leóssonar og fékk fyrir vikið beint rautt frá Eyjólfi M Kristinssyni dómara leiksins. Aftur var því orðið jafnt í liðum en það var eins og að atvikið hefði kveikt í sérstaklega í KR-ingum og þeir voru mun líklegri en Valsmenn til þess að skora. Björgólfur jafnaði leikinn með góðu skallamarki eftir klukkutíma leik og það virtist slá Valsmenn algjörlega út af laginu. Enn eitt vafaatriðið leit svo dagsins ljós á 76. mínútu þegar Mark Rutgers féll í teignum eftir návígi og þá loks fengu KR-ingar vítaspyrnu dæmda, við mikil mótmæli Valsmanna. Dómurinn stóð hins vegar og Guðmundur Benediktsson fór ískaldur á vítapunktinn og skoraði af miklu öryggi og kom KR-ingum yfir, 1-2. Björgólfur gerði svo út um leikinn skömmu fyrir leikslok með glæsilegu skoti rétt utan vítateigs og tryggði um leið KR-ingum farseðilinn í undanúrslit bikarsins. Gríðarlega sætur 1-3 sigur KR-inga gegn erkifjendunum í Val því staðreynd og ljóst að miðað við spilamennsku Vesturbæinga síðustu vikur eru þeir líklegir til þess að verja bikarmeistaratitil sinn í haust.Tölfræðin:Valur - KR 1-3 1-0 Bjarni Ólafur Eiríksson (43.) 1-1 Björgólfur Takefusa (60.) 1-2 Guðmundur Benediktsson (77.) 1-3 Björgólfur Takefusa (87.) Rautt spjald: Marel Jóhann Baldvinsson, Val (47.), Óskar Örn Hauksson, KR (54.) Vodafonevöllur, áhorfendur 1.352 Dómari: Eyjólfur M Kristinsson Skot (á mark): 6-8 (4-6) Varin skot: Kjartan 3 - Stefán Logi 3 Horn: 6-5 Aukaspyrnur fengnar: 14-13 Rangstöður: 3-2 Valur (4-4-2) Kjartan Sturluson Steinþór Gíslason Reynir Leósson (81., Arnar Sveinn Geirsson) Guðmundur Viðar Mete (52., Ian Jeffs) Bjarni Ólafur Eiríksson Matthías Guðmundsson Baldur Ingimar Aðalsteinsson Marel Jóhann Baldvinsson Arnar Gunnlaugsson Helgi Sigurðsson Pétur Georg Markan (70., Viktor Unnar Illugason) KR (4-4-2) Stefán Logi Magnússon SKúli Jón Friðgeirsson (73., Eggert Rafn Einarsson) Grétar Sigfinnur Sigurðarson Mark Rutgers Jordao Diogo (44., Gunnar Örn Jónsson) Óskar Örn Hauksson Baldur Sigurðsson Bjarni Guðjónsson Guðmundur Reynir Gunnarsson Guðmundur Benediktsson (90., Egill Jónsson) Björgólfur Takefusa Pepsi Max-deild karla Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Sjá meira
Bikarmeistarar KR tryggðu sér farseðilinn í undanúrslit VISA-bikarsins eftir 1-3 sigur gegn Val á Vodafonevellinum í kvöld en staðan var 1-0 fyrir Val í hálfleik. Þrjú mörk frá gestunum í skrautlegum seinni hálfleik sáu til þess að KR-ingar eiga enn möguleika á að verja bikarmeistaratitil sinn í sumar. Fyrri hálfleikur á Vodafonevellinum í kvöld var annars fremur bragðdaufur og í raun fátt sem gladdi augað. Leikurinn einkenndist af stöðubaráttu inni á miðsvæðinu og lítið um að liðin næðu að skapa sér góð marktækifæri. Björgólfur Takefusa skapaði reyndar hættu við mark Vals þegar um stundarfjórðungur var liðinn af leiknum þegar hann lék á tvo varnarmenn Vals og átti lúmskt skot sem fór rétt framhjá fjærstönginni en Björgólfur átti heldur betur eftir að koma við sögu síðar í leiknum. Það var ekkert í spilunum sem benti til annars en að markalaust yrði þegar flautað yrði til hálfleiks en á 43. mínútu dró til tíðinda. KR-ingar voru þá að spila út úr vörn sinni þegar boltinn barst fyrir mistök til Bjarna Ólafs Eiríkssonar sem þakkaði pent fyrir sig og hamraði boltann í fjærhornið, óverjandi fyrir Stefán Loga Magnússon í marki KR. Valsmenn fóru því með 1-0 forystu inn í hálfleikinn og gátu vel við unað. Seinni hálfleikurinn fór aftur á móti illa af stað fyrir Valsmenn og á 47. mínútu fékk Marel Jóhann Baldvinsson sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir meint brot á Óskari Erni Haukssyni og heimamenn því skyndilega orðnir manni færri. KR-ingar sóttu stíft í framhaldinu og gerðu í tvígang tilkall til vítaspyrnu þegar þeir töldu að brotið hefði verið á Guðmundi Benediktssyni og Óskari Erni. Í tilfelli Óskars Arnar hljóp mönnum mjög kapp í kinn og það endaði með því að Óskar Örn sló til Reynis Leóssonar og fékk fyrir vikið beint rautt frá Eyjólfi M Kristinssyni dómara leiksins. Aftur var því orðið jafnt í liðum en það var eins og að atvikið hefði kveikt í sérstaklega í KR-ingum og þeir voru mun líklegri en Valsmenn til þess að skora. Björgólfur jafnaði leikinn með góðu skallamarki eftir klukkutíma leik og það virtist slá Valsmenn algjörlega út af laginu. Enn eitt vafaatriðið leit svo dagsins ljós á 76. mínútu þegar Mark Rutgers féll í teignum eftir návígi og þá loks fengu KR-ingar vítaspyrnu dæmda, við mikil mótmæli Valsmanna. Dómurinn stóð hins vegar og Guðmundur Benediktsson fór ískaldur á vítapunktinn og skoraði af miklu öryggi og kom KR-ingum yfir, 1-2. Björgólfur gerði svo út um leikinn skömmu fyrir leikslok með glæsilegu skoti rétt utan vítateigs og tryggði um leið KR-ingum farseðilinn í undanúrslit bikarsins. Gríðarlega sætur 1-3 sigur KR-inga gegn erkifjendunum í Val því staðreynd og ljóst að miðað við spilamennsku Vesturbæinga síðustu vikur eru þeir líklegir til þess að verja bikarmeistaratitil sinn í haust.Tölfræðin:Valur - KR 1-3 1-0 Bjarni Ólafur Eiríksson (43.) 1-1 Björgólfur Takefusa (60.) 1-2 Guðmundur Benediktsson (77.) 1-3 Björgólfur Takefusa (87.) Rautt spjald: Marel Jóhann Baldvinsson, Val (47.), Óskar Örn Hauksson, KR (54.) Vodafonevöllur, áhorfendur 1.352 Dómari: Eyjólfur M Kristinsson Skot (á mark): 6-8 (4-6) Varin skot: Kjartan 3 - Stefán Logi 3 Horn: 6-5 Aukaspyrnur fengnar: 14-13 Rangstöður: 3-2 Valur (4-4-2) Kjartan Sturluson Steinþór Gíslason Reynir Leósson (81., Arnar Sveinn Geirsson) Guðmundur Viðar Mete (52., Ian Jeffs) Bjarni Ólafur Eiríksson Matthías Guðmundsson Baldur Ingimar Aðalsteinsson Marel Jóhann Baldvinsson Arnar Gunnlaugsson Helgi Sigurðsson Pétur Georg Markan (70., Viktor Unnar Illugason) KR (4-4-2) Stefán Logi Magnússon SKúli Jón Friðgeirsson (73., Eggert Rafn Einarsson) Grétar Sigfinnur Sigurðarson Mark Rutgers Jordao Diogo (44., Gunnar Örn Jónsson) Óskar Örn Hauksson Baldur Sigurðsson Bjarni Guðjónsson Guðmundur Reynir Gunnarsson Guðmundur Benediktsson (90., Egill Jónsson) Björgólfur Takefusa
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Sjá meira