Umfjöllun: Ótrúleg endurkoma hjá bikarmeisturum KR Ómar Þorgeirsson skrifar 2. ágúst 2009 19:45 KR-ingar eru komnir í undanúrslit VISA-bikarsins. Mynd/Daníel Bikarmeistarar KR tryggðu sér farseðilinn í undanúrslit VISA-bikarsins eftir 1-3 sigur gegn Val á Vodafonevellinum í kvöld en staðan var 1-0 fyrir Val í hálfleik. Þrjú mörk frá gestunum í skrautlegum seinni hálfleik sáu til þess að KR-ingar eiga enn möguleika á að verja bikarmeistaratitil sinn í sumar. Fyrri hálfleikur á Vodafonevellinum í kvöld var annars fremur bragðdaufur og í raun fátt sem gladdi augað. Leikurinn einkenndist af stöðubaráttu inni á miðsvæðinu og lítið um að liðin næðu að skapa sér góð marktækifæri. Björgólfur Takefusa skapaði reyndar hættu við mark Vals þegar um stundarfjórðungur var liðinn af leiknum þegar hann lék á tvo varnarmenn Vals og átti lúmskt skot sem fór rétt framhjá fjærstönginni en Björgólfur átti heldur betur eftir að koma við sögu síðar í leiknum. Það var ekkert í spilunum sem benti til annars en að markalaust yrði þegar flautað yrði til hálfleiks en á 43. mínútu dró til tíðinda. KR-ingar voru þá að spila út úr vörn sinni þegar boltinn barst fyrir mistök til Bjarna Ólafs Eiríkssonar sem þakkaði pent fyrir sig og hamraði boltann í fjærhornið, óverjandi fyrir Stefán Loga Magnússon í marki KR. Valsmenn fóru því með 1-0 forystu inn í hálfleikinn og gátu vel við unað. Seinni hálfleikurinn fór aftur á móti illa af stað fyrir Valsmenn og á 47. mínútu fékk Marel Jóhann Baldvinsson sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir meint brot á Óskari Erni Haukssyni og heimamenn því skyndilega orðnir manni færri. KR-ingar sóttu stíft í framhaldinu og gerðu í tvígang tilkall til vítaspyrnu þegar þeir töldu að brotið hefði verið á Guðmundi Benediktssyni og Óskari Erni. Í tilfelli Óskars Arnar hljóp mönnum mjög kapp í kinn og það endaði með því að Óskar Örn sló til Reynis Leóssonar og fékk fyrir vikið beint rautt frá Eyjólfi M Kristinssyni dómara leiksins. Aftur var því orðið jafnt í liðum en það var eins og að atvikið hefði kveikt í sérstaklega í KR-ingum og þeir voru mun líklegri en Valsmenn til þess að skora. Björgólfur jafnaði leikinn með góðu skallamarki eftir klukkutíma leik og það virtist slá Valsmenn algjörlega út af laginu. Enn eitt vafaatriðið leit svo dagsins ljós á 76. mínútu þegar Mark Rutgers féll í teignum eftir návígi og þá loks fengu KR-ingar vítaspyrnu dæmda, við mikil mótmæli Valsmanna. Dómurinn stóð hins vegar og Guðmundur Benediktsson fór ískaldur á vítapunktinn og skoraði af miklu öryggi og kom KR-ingum yfir, 1-2. Björgólfur gerði svo út um leikinn skömmu fyrir leikslok með glæsilegu skoti rétt utan vítateigs og tryggði um leið KR-ingum farseðilinn í undanúrslit bikarsins. Gríðarlega sætur 1-3 sigur KR-inga gegn erkifjendunum í Val því staðreynd og ljóst að miðað við spilamennsku Vesturbæinga síðustu vikur eru þeir líklegir til þess að verja bikarmeistaratitil sinn í haust.Tölfræðin:Valur - KR 1-3 1-0 Bjarni Ólafur Eiríksson (43.) 1-1 Björgólfur Takefusa (60.) 1-2 Guðmundur Benediktsson (77.) 1-3 Björgólfur Takefusa (87.) Rautt spjald: Marel Jóhann Baldvinsson, Val (47.), Óskar Örn Hauksson, KR (54.) Vodafonevöllur, áhorfendur 1.352 Dómari: Eyjólfur M Kristinsson Skot (á mark): 6-8 (4-6) Varin skot: Kjartan 3 - Stefán Logi 3 Horn: 6-5 Aukaspyrnur fengnar: 14-13 Rangstöður: 3-2 Valur (4-4-2) Kjartan Sturluson Steinþór Gíslason Reynir Leósson (81., Arnar Sveinn Geirsson) Guðmundur Viðar Mete (52., Ian Jeffs) Bjarni Ólafur Eiríksson Matthías Guðmundsson Baldur Ingimar Aðalsteinsson Marel Jóhann Baldvinsson Arnar Gunnlaugsson Helgi Sigurðsson Pétur Georg Markan (70., Viktor Unnar Illugason) KR (4-4-2) Stefán Logi Magnússon SKúli Jón Friðgeirsson (73., Eggert Rafn Einarsson) Grétar Sigfinnur Sigurðarson Mark Rutgers Jordao Diogo (44., Gunnar Örn Jónsson) Óskar Örn Hauksson Baldur Sigurðsson Bjarni Guðjónsson Guðmundur Reynir Gunnarsson Guðmundur Benediktsson (90., Egill Jónsson) Björgólfur Takefusa Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira
Bikarmeistarar KR tryggðu sér farseðilinn í undanúrslit VISA-bikarsins eftir 1-3 sigur gegn Val á Vodafonevellinum í kvöld en staðan var 1-0 fyrir Val í hálfleik. Þrjú mörk frá gestunum í skrautlegum seinni hálfleik sáu til þess að KR-ingar eiga enn möguleika á að verja bikarmeistaratitil sinn í sumar. Fyrri hálfleikur á Vodafonevellinum í kvöld var annars fremur bragðdaufur og í raun fátt sem gladdi augað. Leikurinn einkenndist af stöðubaráttu inni á miðsvæðinu og lítið um að liðin næðu að skapa sér góð marktækifæri. Björgólfur Takefusa skapaði reyndar hættu við mark Vals þegar um stundarfjórðungur var liðinn af leiknum þegar hann lék á tvo varnarmenn Vals og átti lúmskt skot sem fór rétt framhjá fjærstönginni en Björgólfur átti heldur betur eftir að koma við sögu síðar í leiknum. Það var ekkert í spilunum sem benti til annars en að markalaust yrði þegar flautað yrði til hálfleiks en á 43. mínútu dró til tíðinda. KR-ingar voru þá að spila út úr vörn sinni þegar boltinn barst fyrir mistök til Bjarna Ólafs Eiríkssonar sem þakkaði pent fyrir sig og hamraði boltann í fjærhornið, óverjandi fyrir Stefán Loga Magnússon í marki KR. Valsmenn fóru því með 1-0 forystu inn í hálfleikinn og gátu vel við unað. Seinni hálfleikurinn fór aftur á móti illa af stað fyrir Valsmenn og á 47. mínútu fékk Marel Jóhann Baldvinsson sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir meint brot á Óskari Erni Haukssyni og heimamenn því skyndilega orðnir manni færri. KR-ingar sóttu stíft í framhaldinu og gerðu í tvígang tilkall til vítaspyrnu þegar þeir töldu að brotið hefði verið á Guðmundi Benediktssyni og Óskari Erni. Í tilfelli Óskars Arnar hljóp mönnum mjög kapp í kinn og það endaði með því að Óskar Örn sló til Reynis Leóssonar og fékk fyrir vikið beint rautt frá Eyjólfi M Kristinssyni dómara leiksins. Aftur var því orðið jafnt í liðum en það var eins og að atvikið hefði kveikt í sérstaklega í KR-ingum og þeir voru mun líklegri en Valsmenn til þess að skora. Björgólfur jafnaði leikinn með góðu skallamarki eftir klukkutíma leik og það virtist slá Valsmenn algjörlega út af laginu. Enn eitt vafaatriðið leit svo dagsins ljós á 76. mínútu þegar Mark Rutgers féll í teignum eftir návígi og þá loks fengu KR-ingar vítaspyrnu dæmda, við mikil mótmæli Valsmanna. Dómurinn stóð hins vegar og Guðmundur Benediktsson fór ískaldur á vítapunktinn og skoraði af miklu öryggi og kom KR-ingum yfir, 1-2. Björgólfur gerði svo út um leikinn skömmu fyrir leikslok með glæsilegu skoti rétt utan vítateigs og tryggði um leið KR-ingum farseðilinn í undanúrslit bikarsins. Gríðarlega sætur 1-3 sigur KR-inga gegn erkifjendunum í Val því staðreynd og ljóst að miðað við spilamennsku Vesturbæinga síðustu vikur eru þeir líklegir til þess að verja bikarmeistaratitil sinn í haust.Tölfræðin:Valur - KR 1-3 1-0 Bjarni Ólafur Eiríksson (43.) 1-1 Björgólfur Takefusa (60.) 1-2 Guðmundur Benediktsson (77.) 1-3 Björgólfur Takefusa (87.) Rautt spjald: Marel Jóhann Baldvinsson, Val (47.), Óskar Örn Hauksson, KR (54.) Vodafonevöllur, áhorfendur 1.352 Dómari: Eyjólfur M Kristinsson Skot (á mark): 6-8 (4-6) Varin skot: Kjartan 3 - Stefán Logi 3 Horn: 6-5 Aukaspyrnur fengnar: 14-13 Rangstöður: 3-2 Valur (4-4-2) Kjartan Sturluson Steinþór Gíslason Reynir Leósson (81., Arnar Sveinn Geirsson) Guðmundur Viðar Mete (52., Ian Jeffs) Bjarni Ólafur Eiríksson Matthías Guðmundsson Baldur Ingimar Aðalsteinsson Marel Jóhann Baldvinsson Arnar Gunnlaugsson Helgi Sigurðsson Pétur Georg Markan (70., Viktor Unnar Illugason) KR (4-4-2) Stefán Logi Magnússon SKúli Jón Friðgeirsson (73., Eggert Rafn Einarsson) Grétar Sigfinnur Sigurðarson Mark Rutgers Jordao Diogo (44., Gunnar Örn Jónsson) Óskar Örn Hauksson Baldur Sigurðsson Bjarni Guðjónsson Guðmundur Reynir Gunnarsson Guðmundur Benediktsson (90., Egill Jónsson) Björgólfur Takefusa
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira