Enski boltinn

Drogba ræðir við Chelsea

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Didier Drogba.
Didier Drogba. Nordic Photos/Getty Images

Didier Drogba mun setjast niður með forráðamönnum Chelsea eftir bikarúrslitaleikinn í lok mánaðarins til þess að ræða framhaldið.

Drogba á aðeins tólf mánuði eftir af samningi sínum við félagið.

Rétt eins og í fyrra er mikið talað um að Drogba sé á förum frá félaginu. Hegðun hans eftir leikinn gegn Barcelona í Meistaradeildinni gerði lítið til þess að draga úr þeim sögusögnum.

Drogba, sem orðinn er 31 árs, segist vilja vinna bikarinn áður en hann ræðir við Chelsea. Í kjölfarið muni hann taka ákvörðun sem sé best fyrir hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×