Fótbolti

Sigur í fyrsta leik Eiðs Smára með Mónakó-liðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen fagnar hér fyrra marki Monaco með markaskoraranum Park.
Eiður Smári Guðjohnsen fagnar hér fyrra marki Monaco með markaskoraranum Park. Mynd/AFP

Eiður Smári Guðjohnsen spilaði sinn fyrsta leik með franska liðinu AS Monakó í kvöld þegar liðið vann 2-0 sigur á Paris Saint Germain á heimavelli í frönsku úrvalsdeildinni. Bæði mörkin komu á fjórum síðustu mínútum leiksins.

Eiður Smári fékk ágæt skotfæri í fyrri hálfleik en átti þá misheppnað skot rétt framhjá. Hann var annars ekki mikið í boltanum í leiknum og hefur oft spilað betur. Eiði Smára var skipt útaf á 87. mínútu eða skömmu eftir að liðið skoraði fyrra markið.

Það var Kóreumaðurinn Chu-Young Park sem skoraði fyrra mark AS Mónakó fjórum mínútum fyrir leikslok eftir að hann fékk góða sendingu frá Alejandro César Alonso upp völlinn. Seinna markið skoraði síðan Brasilíumaðurinn Nené með góðu skoti á 89. mínútu.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×