Íslenski boltinn

Arnar Grétarsson: Tókum meðbyrinn með okkur

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Arnar Grétarsson
Arnar Grétarsson
Arnar Grétarsson var brosmildur eftir að Breiðablik tryggði sér sæti í úrslitum VISA-bikarsins í kvöld.

"Þetta er í annað sinn sem við komumst í úrslitaleik, það var 1971 síðast. Við höfum verið hér í undanúrslitum síðustu þrjú ár og það var kærkomið að fara alla leið," sagði Arnar eftir leik.

"Við höfum verið með mjög gott fótboltalið undanfarin ár en í ár tókst þetta. Vonandi getum við fylgt þessu eftir og tekið bikar. Það væri frábært."

"Fyrir síðustu tvo undanúrslitaleiki höfðum við tapað leikjum en núna í ár höfum við verið að vinna leiki. Það var því meðbyr fyrir leikinn. Ég held að við höfum tekið það með okkur inn í þennan leik. Við byrjuðum frábærlega en svo komast þeir aftur inn í leikinn og við létum það ekki slá okkur út af laginu."

"Þó þetta sé engan vegin komið, við eigum von á hörkuleik gegn Fram, ætlum við okkur alla leið. Eitt er að komast í úrslitaleikinn, annað er að vinna hann. Við viljum taka dollu."

"Það hefur lítið verið talað um það en fyrir tímabilið misstum við ellefu leikmenn, bróðurpartinn af byrjunarliðinu. Við erum með mjög mikið af ungum og efnilegum strákum og auðvitað er eðlilegt að sé svolítið um skiptingar. Við erum með marga leikmenn undir tvítugu í liðinu og það er eðlilegt að menn eigi góðan leik og svo minni góðan leik. Í heildina höfum við spilað glimrandi tímabil og ættum að vera með mikið fleiri stig í heildina litið. En ég er til í að gleyma því ef við klárum þetta með stæl," sagði Arnar að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×