Fótbolti

Bræðurnir töpuðu báðir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Arnar Þór Viðarsson.
Arnar Þór Viðarsson.

Arnar Þór og Bjarni Þór Viðarssynir töpuðu báðir leikjum sínum í belgísku úrvalsdeildinni í kvöld.

Bjarni Þór og félagar í Roeselare töpuðu fyrir Germianl Beerschot á útivelli, 3-0. Bjarni lék allan leikinn og fékk áminningu á 88. mínútu leiksins.

Arnar lék sömuleiðis allan leikinn með Cercle Brugge sem tapaði fyrir Gent á útivelli, 3-1.

Anderlecht er á toppi deildarinnar með 38 stig. Cercle Brügge er í tólfta sæti með sautján stig og Roeselare í sextánda og neðsta sæti með tíu stig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×