Enski boltinn

Vieira ekki í viðræðum við Birmingham

Ómar Þorgeirsson skrifar
Patrick Vieira.
Patrick Vieira. Nordic photos/AFP

Franski miðjumaðurinn Patrick Vieira hjá Ítalíumeisturum Inter hefur tekið fyrir þær sögusagnir um að hann sé við það að ganga í raðir enska úrvalsdeildarfélagsins Birmingham.

Vieira útilokar í raun og veru ekki að vera áfram hjá Inter en hann á enn eitt ár eftir af samningi sínum við Mílanófélagið.

„Með fullri virðingu fyrir Birmingham þá er ekki rétt að ég sé í viðræðum við félagið. Ég mun snúa aftur til Inter úr fríinu og þá geri ég ráð fyrir að ræða við forráðamenn félagsins áður en ég tek ákvörðun um nokkuð annað," segir Vieira í samtali við L'Eqipe.

Frönsku félögin Lyon og Paris St. Germain eru samt enn talin líklegustu áfangastaðir Vieira sem hefur ekki átt fast sæti í byrjunarliði Inter undir stjórn José Mourinho.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×