Enski boltinn

Bassong frá í 4-5 vikur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sebastian Bassong fagnar marki í leik með Tottenham.
Sebastian Bassong fagnar marki í leik með Tottenham. Nordic Photos / Getty Images
Sebastien Bassong, leikmaður Tottenham, verður frá í 4-5 vikur en hann meiddist í leik liðsins gegn Arsenal um helgina.

Bassong greindi frá því að hann sé meiddur á vöðva aftan á læri. Meiðslin bæti gráu á svart enda tapaði Tottenham leiknum, 3-0.

„Þetta var ekki góður dagur, hvorki fyrir mig eða félagið. Þetta var versti dagur tímabilsins til þessa," sagði Bassong við enska fjölmiðla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×