Innlent

Nauðsynlegt að dreifa áhættu af orkusölu

Svandís Svavarsdóttir oddviti VG í borgarstjórn.
Svandís Svavarsdóttir oddviti VG í borgarstjórn.

Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna telja ljóst af endurskoðunarskýrslu við ársreikning 2008 að nauðsynlegt sé að dreifa mun betur áhættu af orkusölu til stóriðju.

Þetta kemur fram í bókun Samfylkingar og Vinstri grænna í borgarráði í dag við umræðu um ársreikning Orkuveitur Reykjavíkur.

„Tekjur Orkuveitunnar af þessum þætti starfseminnar eru beintengdar verði á áli sem nú er í sögulegu lágmarki og óvíst um þróun þess næstu ár.

Þetta þarf að hafa í huga þegar gengið er til viðræðna við nýja aðila um orkusölu til stórnotenda. Jafnframt er í þessu sambandi vert að halda því til haga að afkoma Century Norðuráls er afar erfið nú um stundir og allsendis óvíst að fyrirtækið geti staðið við áform um uppbyggingu álvers í Helguvík."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×