Lagt til að upplýsingaskylda ráðherra verði færð í lög 25. september 2009 06:00 Kynningarfund vegna skýrslu vinnuhópsins sátu Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, Ásta R. Jóhannesdóttir þingforseti, Bryndís Hlöðversdóttir, formaður hópsins, Ásmundur Helgason, starfsmaður hópsins, og Ragnhildur Helgadóttir prófessor.fréttablaðið/vilhelm Nefnd þriggja lögfræðinga undir forystu Bryndísar Hlöðversdóttur, aðstoðarrektors á Bifröst, hóf í júní í fyrra skoðun á gildandi lagareglum um eftirlit Alþingis með framkvæmdarvaldinu og mat á hvort breytinga væri þörf. Niðurstöðurnar liggja fyrir í tæplega 300 blaðsíðna skýrslu sem kynnt var í gær. Þær eru eindregnar. Breytinga er þörf. Meðal þess sem nefndin leggur til er að lögfestar verði reglur um upplýsingaskyldu ráðherra gagnvart Alþingi. Réttaróvissa á þessu sviði er, að mati nefndarinnar, afar óæskileg fyrir samskipti þings og ríkisstjórnar. „Meðan inntak skyldunnar er óljóst er ólíklegra en ella að ráðherra verði látinn sæta pólitískri ábyrgð leggi hann ekki fram viðhlítandi upplýsingar fyrir Alþingi eða leyni þingið mikilvægum upplýsingum,“ segir í skýrslunni. Lagt er til að ríkisstjórn beri að skila árlegri skýrslu til þingsins um framkvæmd þingsályktana. Slíkar ályktanir eru oft og tíðum yfirgripsmiklar og stefnumarkandi en hvergi er fjallað um eftirfylgni með framkvæmd þeirra. Nefndin vill að settar verði skýrari reglur um upplýsingarétt þingmanna og aðgang þingsins, einkum þingnefnda, að gögnum hjá stjórnvöldum. Jafnframt að settar verði reglur um heimild ráðherra til að leggja fyrir Alþingi upplýsingar sem háðar séu þagnarskyldu, um örugga meðhöndlun trúnaðarupplýsinga og um þagnarskyldu alþingismanna um upplýsingar sem leynt eigi að fara. Að mati nefndarinnar ber að fækka fastanefndum þingsins en þær eru nú tólf. Meðal annars er dregið fram að ef nefndirnar eru færri og starfssvið þeirra nær til fleiri en eins ráðuneytis megi draga úr hættu á að ráðherra reyni að hafa áhrif á skipan og störf nefnda. Jafnframt er lagt til að ný nefnd, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, verði sett á fót og falið að sinna eftirlitshlutverki með framkvæmdarvaldinu. Þá er í skýrslunni lagt til að refsiheimildir laga um ráðherraábyrgð verði skýrðar, að íhuguð verði mildari úrræði til að beina gagnrýni á embættisfærslu ráðherra en að lýsa á hann vantrausti og að skipulag landsdóms verði tekið til skoðunar. Auk Bryndísar formanns sátu í nefndinni Andri Árnason hæstaréttarlögmaður og Ragnhildur Helgadóttir prófessor. Með henni starfaði Ásmundur Helgason, lögfræðingur hjá Alþingi. bjorn@frettabladid.is Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
Nefnd þriggja lögfræðinga undir forystu Bryndísar Hlöðversdóttur, aðstoðarrektors á Bifröst, hóf í júní í fyrra skoðun á gildandi lagareglum um eftirlit Alþingis með framkvæmdarvaldinu og mat á hvort breytinga væri þörf. Niðurstöðurnar liggja fyrir í tæplega 300 blaðsíðna skýrslu sem kynnt var í gær. Þær eru eindregnar. Breytinga er þörf. Meðal þess sem nefndin leggur til er að lögfestar verði reglur um upplýsingaskyldu ráðherra gagnvart Alþingi. Réttaróvissa á þessu sviði er, að mati nefndarinnar, afar óæskileg fyrir samskipti þings og ríkisstjórnar. „Meðan inntak skyldunnar er óljóst er ólíklegra en ella að ráðherra verði látinn sæta pólitískri ábyrgð leggi hann ekki fram viðhlítandi upplýsingar fyrir Alþingi eða leyni þingið mikilvægum upplýsingum,“ segir í skýrslunni. Lagt er til að ríkisstjórn beri að skila árlegri skýrslu til þingsins um framkvæmd þingsályktana. Slíkar ályktanir eru oft og tíðum yfirgripsmiklar og stefnumarkandi en hvergi er fjallað um eftirfylgni með framkvæmd þeirra. Nefndin vill að settar verði skýrari reglur um upplýsingarétt þingmanna og aðgang þingsins, einkum þingnefnda, að gögnum hjá stjórnvöldum. Jafnframt að settar verði reglur um heimild ráðherra til að leggja fyrir Alþingi upplýsingar sem háðar séu þagnarskyldu, um örugga meðhöndlun trúnaðarupplýsinga og um þagnarskyldu alþingismanna um upplýsingar sem leynt eigi að fara. Að mati nefndarinnar ber að fækka fastanefndum þingsins en þær eru nú tólf. Meðal annars er dregið fram að ef nefndirnar eru færri og starfssvið þeirra nær til fleiri en eins ráðuneytis megi draga úr hættu á að ráðherra reyni að hafa áhrif á skipan og störf nefnda. Jafnframt er lagt til að ný nefnd, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, verði sett á fót og falið að sinna eftirlitshlutverki með framkvæmdarvaldinu. Þá er í skýrslunni lagt til að refsiheimildir laga um ráðherraábyrgð verði skýrðar, að íhuguð verði mildari úrræði til að beina gagnrýni á embættisfærslu ráðherra en að lýsa á hann vantrausti og að skipulag landsdóms verði tekið til skoðunar. Auk Bryndísar formanns sátu í nefndinni Andri Árnason hæstaréttarlögmaður og Ragnhildur Helgadóttir prófessor. Með henni starfaði Ásmundur Helgason, lögfræðingur hjá Alþingi. bjorn@frettabladid.is
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira