Enski boltinn

Aston Villa og Bolton á eftir Veloso

Ómar Þorgeirsson skrifar
Miguel Veloso.
Miguel Veloso. Nordic photos/AFP

Miguel Veloso vill ólmur yfirgefa herbúðir Sporting í sumar samkvæmt fjölmiðlum í Portúgal en miðjumaðurinn er sterklega orðaður við Aston Villa og Bolton.

Bolton er búið að vera lengi á eftir leikmanninum en Aston Villa er nú einnig sagt vera tilbúið að borga þær 8,5 milljónir sem settar á hinn 23 ára gamla leikmann.

Hvorugt félagið er þó enn talið hafa lagt fram kauptilboð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×