Erlent

Of þungt fólk stuðlar að mengun

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Of þungt fólk stuðlar að aukinni mengun í heiminum þar sem það þarf meira eldsneyti til að koma sér milli staða.

Þetta er niðurstaða glænýrrar rannsóknar London School of Hygiene & Tropical Medicine þar sem sýnt er fram á það með gögnum að of þungt fólk sé umhverfinu beinlínis hættulegt. Rannsóknin er birt í faraldsfræðiritinu International Journal of Epidemiology og því slegið þar fram að manneskja sem er of þung sé ábyrg fyrir koltvísýringslosun allt að einu tonni umfram það sem búast má við frá manneskju í kjörþyngd á ársgrundvelli.

Rannsakendur meta það svo að einn milljarður fólks stríði við offitu og því sé ekki óvarlegt að áætla að frá þessum hópi stafi milljarður tonna af koltvísýringi umfram það sem eðlilegt mætti telja í heiminum. Þeir telja því einn af lykilþáttunum í að hægja á loftslagsbreytingum í heiminum einfaldlega vera að fólk grenni sig niður í kjörþyngd og dragi þar með úr þeirri eldsneytisnotkun sem fylgir því að koma því milli staða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×