Lífið

Idol-spurningakeppnin heldur áfram

Jakkinn hans Kalla Bjarna var ansi eftirminnilegur
Jakkinn hans Kalla Bjarna var ansi eftirminnilegur
Næstu keppendur í Idol-spurningakeppninni eru söngfuglarnir Hera Björk og Jónsi, bæði miklir reynsluboltar og Evróvision þátttakendur. En skyldu þau fylgjast vel með Idol Stjörnuleit?

Hera: Jájá, ég hef verið svolítið nálægt þessum krökkum sem hafa keppt og reynt að fylgjast með þeim. Núna er ég hinsvegar dálítið út og suður en ætla að reyna að horfa á keppnina með öðru auganu.

Jónsi: Ég horfi meira á bandaríska Idolið, það hefur verið hentugri sýningartími fyrir mig svo því miður hef ég ekki náð að horfa á íslenska þáttinn eins mikið og ég vildi.

Vindum okkur þá í spurningarnar:

Kallli Bjarni, Anna Katrín og Helgi Rafn voru öll keppendur í fyrstu þáttaröð Idol Stjörnuleitar

1. Hver sigraði í 1. þáttaröð Idol Stjörnuleitar?

Hera: Það var Kalli Bjarni.

Jónsi: Kalli Bjarni rúllugardínujakki!

2. Hvaða gælunafn gaf Bubbi Morthens Önnu Katrínu Guðbrandsdóttur sem lenti í 3. sæti fyrstu þáttaraðar?

Hera: Heyrðu, var það ekki sviðströll eða eitthvað svoleiðis?

Jónsi: Æi það var þarna...eh..sjarmatröll!





3. Nefndu eitt lag sem Hildur Vala söng í úrslitaþættinum sínum:

Hera: Líf

Jónsi: Hún söng...Líf.

4. Hvaða bók var Helgi Rafn Ingvarsson að lesa meðan hann beið eftir að röðin kæmi að sér í áheyrnarprufunum í upphafi 1. þáttaraðar?

Hera: Bara...Gísla-sögu Súrssonar, var hann ekki í skóla eða eitthvað?

Jónsi: Já?! Ég ætla bara að skjóta á Stríð og friður eftir Tolstoj.



Helgi Rafn vakti athygli fyrir að lesa Njálssögu í áheyrnarprufunum
Jónsi vann!

Jónsi svaraði þremur spurningum rétt en Hera Björk klikkaði á sjarmatröllinu og hafði tvö svör rétt. Jónsi hefur því tekið forystu í hinni æsispennandi Idol-spurningakeppni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.