Erlent

Svínaflensan skrefi nær því að verða heimsfaraldur

Alþjóða heilbrigðisstofnunin segir að svínaflensan sé skrefi nær því að verða heimsfaraldur. Það sé þó ekki óhjákvæmilegt að svo fari.

Sérfræðingar Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar segja að ekki sé hægt að koma í veg fyrir útbreiðslu svínaflensunnar þar sem hún smitast á milli manna.

Hinsvegar sé hægt að hægja svo á útbreiðslunni að yfirvöldum gefist tóm til þess að verða sér út um lyf ef þess gerist þörf.

Þeir benda á að það sé enginn dauðadómur að smitast af flensunni. Í langflestum tilfellum gangi hún yfir á viku eða svo. Ef tilfelli séu slæm séu til lyf sem virki mjög vel.

Alþjóða heilbrigðisstofnunin hefur lýst yfir fjórða viðbragðsstigi en þau eru samtals sex. Sjötta stig þýðir að heimsfaraldur geisar og er þá gripið til allra tiltækra ráða.

Almenningsstöðum er lokað og jafnvel heilu héruðin einangruð. Á þessu stigi er ómögulegt að segja til um hvernig fer.

„Fjórða stigið er raun vendipunktur. Þetta gætist þróast í fimmta stig sem þyðir í raun heimsfaraldur," segir Gregory Hartl sérfræðingur hjá Alþjóða heilbrigðisstofnuninni.

Það veldur heilabrotum að fólk hefur hvergi látist nema í Mexíkó. Tilfelli í öðrum löndum hafa verið frekar mild. Það gæti þýtt að dánarorsakir þar í landi megi rekja til fleiri þátta en bara flensunnar.




Tengdar fréttir

Talsvert af Íslendingum býr í Mexíkó

Haraldur Briem sóttvarnarlæknir segist ekki hafa spurnir af því að einhverjir Íslendingar hafi verið að koma frá Mexíkó undanfarna daga. Rösklega 100 manns hafa látíst af völdum fuglaflensu undanfarna daga og hefur Alþjóða heilbrigðisstofnunin varað við mögulegum heimsfaraldri.

Skólum lokað vegna svínaflensu í Mexíkó

Heilbrigðisyfirvöld í Mexíkó og Bandaríkjunum leita nú að nýjum tilfellum af skæðri inflúensu sem hefur greinst í löndunum tveimur og hefur dregið minnst 20 til bana í Mexíkó.Óttast er að rekja megi nærri 50 dauðsföll til viðbótar einnig til sjúkdómsins.

Svínaflensa veldur vá gegn almannaheilsu

Alþjóða heilbrigðismálastofnunin lýsti nú í kvöld yfir vá gegn almannaheilsu um allan heim vegna svínaflensu sem greinst hefur í Mexíkó og Bandaríkjunum.

Sóttvarnarlæknir í viðbragðsstöðu vegna svínaflensu

Alþjóða heilbrigðismálastofnunin varaði í dag við mögulegum heimfaraldri svínaflensu. Sjúkdómurinn hefur dregið nærri sjötíu til dauða í Mexíkó síðan um miðjan mars. Sóttvarnarlæknir er í viðbragðsstöðu.

Sjötíu manns hafa látist vegna svínaflensu í Mexíkó

Sérfræðingar Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar eru búnir undir að þurfa að einangra með hraði hluta Mexíkó og Bandaríkjanna þar sem ný tegund svínaflensu hefur greinst í fólki. Talið er að flensan hafi dregið nærri sjötíu manns til bana í Mexíkó.

Möguleiki talinn á heimsfaraldri

Heilbrigðismál „Við erum að afla upplýsinga og fylgjast með, en eins og málum er háttað er ekki búið að breyta áhættumatinu. Það eru engin tilmæli um ferðatakmarkanir og við erum bara á sama stigi og þegar varað var við fugla­flensunni,“ segir Haraldur Briem, sóttvarnalæknir hjá Landlæknisembættinu, um hugsanlegan svínaflensufaraldur.

Fleiri greinast með svínaflensu

Alþjóða heilbrigðismálastofnunin lýsti í gærkvöldi yfir vá gegn almannaheilsu um allan heim vegn svínaflensu sem greinst hefur í Mexíkó og Bandaríkjunum.

Hvað er þessi svínaflensa?

Svínaflensa er smitandi öndunarsjúkdómur sem herjar yfirleitt á svín og orsakast af týpu af inflúensuveiru. Reglulega gengur um faraldur í svínum. Margar ólíkar gerðir eru til af sjúkdómnum og sú gerð sem núna gengur á milli er svokölluð H1N1 týpan.

Tveir Íslendingar rannsakaðir vegna gruns um svínaflensu

Tveir Íslendingar hafa verið rannsakaðir vegna gruns um að þeir hafi smitast af svínaflensu. Einstaklingarnir eru báðir nýkomnir frá Bandaríkjunum. Þetta kom fram á blaðamannafundi með Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra sem nú stendur yfir. Tekið var fram að ekki þykir líklegt að mennirnir séu smitaðir af svínaflensunni og er þeim ekki haldið í einangrun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×