Innlent

Tveir Íslendingar rannsakaðir vegna gruns um svínaflensu

Tveir Íslendingar hafa verið rannsakaðir vegna gruns um að þeir hafi smitast af svínaflensu. Einstaklingarnir eru báðir nýkomnir frá Bandaríkjunum. Þetta kom fram á blaðamannafundi með Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra sem nú stendur yfir. Tekið var fram að ekki þykir líklegt að mennirnir séu smitaðir af svínaflensunni og er þeim ekki haldið í einangrun.

Einnig kom fram að viðbúið sé að svínaflensutilfelli geti komið upp hér á landi fyrr eða síðar.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×