Enski boltinn

Wigan og Burnley orðuð við Dossevi

Ómar Þorgeirsson skrifar
Thomas Dossevi.
Thomas Dossevi. Nordic photos/AFP

Framherjinn Thomas Dossevi vill ólmur komast frá franska félaginu Nantes sem féll úr efstu deildinni í Frakklandi á síðustu leiktíð en ensku úrvalsdeildarfélögin Wigan og Burnley eru talin hafa áhuga á Tógómanninum.

Hinn þrítugi Dossevi viðurkennir sjálfur í samtali við Sky Sports fréttastofuna að hann myndi stökkva á tækifæri að komast til Englands.

„Ég væri mjög áhugasamur um að komast í ensku úrvalsdeildina. Þetta er besta deild í heimi eins og staðan er núna og það yrði frábært að fá tækifæri til þess að spila í henni. Ég á hins vegar eitt ár eftir af samningi mínum við Nantes og áhugasöm félög þurfa því að ná samkomulagi við forráðamenn félagsins fyrst," segir Dossevi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×