Innlent

Mikilvægt að þjónusta við áhættufæðingar sé fyrir hendi

Það er brýnt að þjónusta við áhættufæðingar sé fyrir hendi í heimabyggð, segir formaður Samtaka sunnlenskra kvenna. Hugmyndir eru um að leggja niður keisaraskurði í hagræðingarskyni á Akranesi og Reykjanesbæ.

Hugmyndir eru um að leggja niður keisaraskurði á sjúkrahúsunum í Keflavík og á Akranesi. Þetta hefur þó ekki verið endanlega ákveðið.

Rosemarie Þorleifsdóttir, formaður Samtaka sunnlenskra kvenna, á sæti í samráðshópi um sjúkrahús í nágrenni höfuðborgarinnar. Henni finnst brýnt að þessi þjónusta verði áfram fyrir hendi á Selfossi, enda geti Hellisheiði lokast á vetrum. Almennt telur hún að þjónusta af þessu tagi eigi að vera sem næst þeim sem á henni þurfa að halda.

Rosemarie segir að oft sé það svo um áhættufæðingar að konur fari til höfuðborgarinnar. En það geti stundum verið mjög erfitt fyrir ófrískar konur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×