Enski boltinn

Enn eitt metið í sjónmáli hjá United

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Leikmenn Manchester United fagna marki.
Leikmenn Manchester United fagna marki. Nordic Photos / Getty Images

Ef Manchester United heldur hreinu í leik liðsins gegn Newcastle á miðvikudagskvöldið mun liðið setja enn eitt metið á leiktíðinni.

United hefur haldið hreinu í sjö útileikjum í röð sem er jafn góður árangur og Chelsea náði nú í haust. Þá bætti liðið 43 ára gamalt met Liverpool er það fékk ekki á sig mark á útivelli frá 27. september til 28. desember í fyrra.

United fékk síðast á sig mark á útivelli er Samir Nasri skoraði í 2-1 sigri Arsenal á liðinu þann 8. nóvember síðastliðinn.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×