Flest virðist nú benda til stórbardaga í hnefaleikum næsta haust þegar IBO-léttveltivigtarmeistarinn Manny Pacquiao og WBO-veltivigtarmeistarinn Miguel Cotto mætast en Pacquiao á aðeins eftir að samþykkja kröfur Cotto fyrir bardagann.
Stefnt er að því að bardaginn fari fram 14 nóvember í Las Vegas í Bandaríkjunum.
„Það þýðir ekkert að segja Manny hverjum hann eigi að mæta. Hann ræður ferðinni algjörlega og hann vill bara mæta þeim bestu. Hann er ekki hræddur við neinn og því vill hann mæta Miguel," segir Bob Arum skipuleggjandi bardagans fyrirhugaða.