Tap í fyrsta leik á EM Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. ágúst 2009 16:00 Sara Björk Gunnarsdóttir í baráttu við Camilla Abily í leiknum í kvöld. Nordic Photos / AFP Ísland náði ekki að fylgja eftir góðri byrjun í leiknum gegn Frökkum á EM í knattspyrnu í dag og tapaði að lokum, 3-1. Það var rafmögnuð spenna á vellinum þegar leikurinn hófst enda Ísland að leika sinn fyrsta A-landsleik í úrslitakeppni stórmóts í knattspyrnu. Leikmenn virtust klárir í slaginn og ekki liðu nema rúmar fimm mínútur þar til fyrsta markið leit dagsins ljós. Sóknin var glæsileg. Þóra Helgadóttir markvörður byrjaði með því að koma boltanum fljótt í leik á Katrínu Jónsdóttur sem gaf góða sendingu á Dóru Maríu Lárusdóttur á hægri kantinum. Hún var fljót að átta sig á því að Margrét Lára Viðarsdóttir var komin í langt hlaup upp kantinn og framlengdi boltann áfram. Margrét Lára gaf sér góðan tíma til að tímasetja sendinguna fyrir markið og var hún glæsileg. Boltinn sveif yfir franska markvörðinn og rataði beint á kollinn á Hólmfríði Magnúsdóttur sem skoraði í autt markið. Glæsilegt mark eftir frábæra sókn hjá íslenska liðinu. Frakkar reyndu hvað þeir gátu að svara fyrir sig en varð lítið ágengt. Ísland stóð af sér pressuna og Frakkar virtust bæði óöryggir í vörninni auk þess sem þeim gekk ekkert að skapa sér hættuleg færi. En á sautjándu mínútu leiksins breyttist allt. Guðrún Sóley Gunnarsdóttir var dæmd brotleg fyrir viðskipti sinn við franska landsliðsfyrirliðann Sandrine Soubeyrand þó svo að hún hafi fyrst og fremst sparkað í boltann. Umdeildur vítaspyrnudómur og skoraði Camille Abily örugglega úr vítinu. Stuttu síðar komust Frakkar í stórhættulegt færi en Þóra náði að verja glæsilega í markinu. Eftir þetta gerðist ekki mikið í fyrri hálfleik, nema að tveir leikmenn Frakka þurftu að fara alblóðugir af velli eftir slæm höfuðhögg. Í fyrra skiptið skullu tveir Frakkar saman en í það síðara Candie Herbert og Guðrún Sóley. Sú fyrrnefnda virtist nokkuð illa slösuð og var umsvifalaust skipt af velli. Rússneski dómarinn var áfram í aðalhlutverki í upphafi síðari hálfleiks. Fyrst dæmdi hún aukaspyrnu á íslenska liðið á hættulegum stað fyrir litlar sakir og svo dæmdi hún Frökkum annað víti. Í þetta sinn þótti Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir gerast brotleg en aftur fyrir afar litlar sakir. Sonia Bompastor skoraði örugglega úr vítinu. En þrátt fyrir allt mótlætið neituðu Íslendingar að gefast upp og fóru nú að vera meira með boltann. Illa gekk þó að skapa almennilega hættu við mark Frakkanna sem hreinlega pökkuðu í vörn. En á 67. mínútu kom rothöggið. Louisa Necib átti fínt skot að marki utan vítateigs sem Þóra virtist ætla að ná að verja. Hún náði hins vegar ekki að klófesta boltann almennilega og boltinn rúllaði yfir marklínuna. Tæpum tíu mínútum síðar fékk íslenska liðið þó smá vonarglætu eftir að víti var dæmt á Frakka fyrir brot á Dóru Maríu Lárusdóttur. Nú, hins vegar, var enginn vafi á um að víti var að ræða enda mótmæltu þær frönsku dómnum ekki neitt. Margrét Lára tók vítið en lét verja frá sér. Enn eitt áfallið fyrir íslenska liðið staðreynd. Þó svo að Ísland hafi verið meira með boltann það sem eftir lifði leiks áttu Frakkar eitt hættulegt færi enn. Þóra varði hinis vegar vel frá sóknarmanni Frakka sem var í góðri stöðu. Margrét Lára var í tvígang nálægt því að ógna marki Frakka en allt kom fyrir ekki og niðurstaðan svekkjandi 3-1 jafntefli.Tölfræði leiksins:Ísland - Frakkland 1-3 1-0 Hólmfríður Magnúsdóttir (6.) 1-1 Camille Abily, víti (18.) 1-2 Sonia Bompastor, víti (53.) 1-3 Lousa Necib (67.)Skot (á mark): 7-17 (3-12)Varin skot: Þóra 9 - Bouhaddi 2Horn: 4-2Aukaspyrnur fengnar: 6-14Rangstöður: 2-0 Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins og má lesa lýsinguna hér: Ísland - Frakkland. Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Fleiri fréttir Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Sjá meira
Ísland náði ekki að fylgja eftir góðri byrjun í leiknum gegn Frökkum á EM í knattspyrnu í dag og tapaði að lokum, 3-1. Það var rafmögnuð spenna á vellinum þegar leikurinn hófst enda Ísland að leika sinn fyrsta A-landsleik í úrslitakeppni stórmóts í knattspyrnu. Leikmenn virtust klárir í slaginn og ekki liðu nema rúmar fimm mínútur þar til fyrsta markið leit dagsins ljós. Sóknin var glæsileg. Þóra Helgadóttir markvörður byrjaði með því að koma boltanum fljótt í leik á Katrínu Jónsdóttur sem gaf góða sendingu á Dóru Maríu Lárusdóttur á hægri kantinum. Hún var fljót að átta sig á því að Margrét Lára Viðarsdóttir var komin í langt hlaup upp kantinn og framlengdi boltann áfram. Margrét Lára gaf sér góðan tíma til að tímasetja sendinguna fyrir markið og var hún glæsileg. Boltinn sveif yfir franska markvörðinn og rataði beint á kollinn á Hólmfríði Magnúsdóttur sem skoraði í autt markið. Glæsilegt mark eftir frábæra sókn hjá íslenska liðinu. Frakkar reyndu hvað þeir gátu að svara fyrir sig en varð lítið ágengt. Ísland stóð af sér pressuna og Frakkar virtust bæði óöryggir í vörninni auk þess sem þeim gekk ekkert að skapa sér hættuleg færi. En á sautjándu mínútu leiksins breyttist allt. Guðrún Sóley Gunnarsdóttir var dæmd brotleg fyrir viðskipti sinn við franska landsliðsfyrirliðann Sandrine Soubeyrand þó svo að hún hafi fyrst og fremst sparkað í boltann. Umdeildur vítaspyrnudómur og skoraði Camille Abily örugglega úr vítinu. Stuttu síðar komust Frakkar í stórhættulegt færi en Þóra náði að verja glæsilega í markinu. Eftir þetta gerðist ekki mikið í fyrri hálfleik, nema að tveir leikmenn Frakka þurftu að fara alblóðugir af velli eftir slæm höfuðhögg. Í fyrra skiptið skullu tveir Frakkar saman en í það síðara Candie Herbert og Guðrún Sóley. Sú fyrrnefnda virtist nokkuð illa slösuð og var umsvifalaust skipt af velli. Rússneski dómarinn var áfram í aðalhlutverki í upphafi síðari hálfleiks. Fyrst dæmdi hún aukaspyrnu á íslenska liðið á hættulegum stað fyrir litlar sakir og svo dæmdi hún Frökkum annað víti. Í þetta sinn þótti Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir gerast brotleg en aftur fyrir afar litlar sakir. Sonia Bompastor skoraði örugglega úr vítinu. En þrátt fyrir allt mótlætið neituðu Íslendingar að gefast upp og fóru nú að vera meira með boltann. Illa gekk þó að skapa almennilega hættu við mark Frakkanna sem hreinlega pökkuðu í vörn. En á 67. mínútu kom rothöggið. Louisa Necib átti fínt skot að marki utan vítateigs sem Þóra virtist ætla að ná að verja. Hún náði hins vegar ekki að klófesta boltann almennilega og boltinn rúllaði yfir marklínuna. Tæpum tíu mínútum síðar fékk íslenska liðið þó smá vonarglætu eftir að víti var dæmt á Frakka fyrir brot á Dóru Maríu Lárusdóttur. Nú, hins vegar, var enginn vafi á um að víti var að ræða enda mótmæltu þær frönsku dómnum ekki neitt. Margrét Lára tók vítið en lét verja frá sér. Enn eitt áfallið fyrir íslenska liðið staðreynd. Þó svo að Ísland hafi verið meira með boltann það sem eftir lifði leiks áttu Frakkar eitt hættulegt færi enn. Þóra varði hinis vegar vel frá sóknarmanni Frakka sem var í góðri stöðu. Margrét Lára var í tvígang nálægt því að ógna marki Frakka en allt kom fyrir ekki og niðurstaðan svekkjandi 3-1 jafntefli.Tölfræði leiksins:Ísland - Frakkland 1-3 1-0 Hólmfríður Magnúsdóttir (6.) 1-1 Camille Abily, víti (18.) 1-2 Sonia Bompastor, víti (53.) 1-3 Lousa Necib (67.)Skot (á mark): 7-17 (3-12)Varin skot: Þóra 9 - Bouhaddi 2Horn: 4-2Aukaspyrnur fengnar: 6-14Rangstöður: 2-0 Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins og má lesa lýsinguna hér: Ísland - Frakkland.
Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Fleiri fréttir Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Sjá meira