Enski boltinn

Roberto Mancini byrjar vel með Manchester City

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Roberto Mancini talar hér við Robinho í leiknum í dag.
Roberto Mancini talar hér við Robinho í leiknum í dag. Mynd/AFP

Roberto Mancini byrjar vel sem stjóri Manchester City í ensku úrvalsdeildinni því liðið vann 2-0 heimasigur á Stoke í hans fyrsta leik. Bæði mörkin komu í fyrri hálfleiknum.

Búlgarinn Martin Petrov skoraði fyrsta markið í stjóratíð Roberto Mancini þegar hann rak endahnútinn á upphlaup Carlosar Tevez og sendingu Robinho á 28.mínútu. Tevez skoraði síðan annað markið í uppbótartíma eftir skallasendingu frá Gareth Barry.

Roberto Mancini getur verið ánægður með sinn fyrsta leik því auk þess að ná í öll þrjú stigin þá hélt City-liðið marki sínu hreinu. Þetta var aðeins í annað skipti frá því í ágúst sem það tekst hjá City-mönnum.

Belginn Marouane Fellaini tryggði Everton stig á útivelli á móti Everton með marki fimm mínútum fyrir leikslok en Everton-liðið átti stigið skilið.

Hugo Rodallega tryggði Wigan stig á heimavelli á móti Blackburn þegar hann jafnaði leikinn með sínu sjöunda deildarmarki á tímabilinu.



Úrslit og markaskorarar í ensku úrvalsdeildinni í dag:

Birmingham-Chelsea 0-0

Fulham-Tottenham 0-0

West Ham-Portsmouth 2-0

1-0 Alessandro Diamanti,víti (23.), 2-0 Radoslav Kovac (89.)

Burnley-Bolton 1-1

0-1 Matthew Taylor (28.), 1-1 David Nugent (57.)

Manchester City-Stoke 2-0

1-0 Martin Petrov (28.), 2-0 Carlos Tevez (45.+2)

Sunderland-Everton 1-1

1-0 Darren Bent (17.), 1-1 Marouane Fellaini (85.)

Wigan-Blackburn 1-1

0-1 Benni McCarthy (30.), 1-1 Hugo Rodallega (53.)








Fleiri fréttir

Sjá meira


×