Innlent

Yfir helmingi landsmanna stefnir í gjaldþrot

Telma Tómasson skrifar
Yfir helmingur þjóðarinnar stefnir í gjaldþrot eða nær endum saman með naumindum, samkvæmt nýrri könnun Capacent Gallup. Mikill meirihluti styður hugmyndir um afnám verðtryggingar og niðurfærslu húsnæðislána.

Könnunin var gerð fyrir Hagsmunasamtök heimilanna síðla í ágúst og byrjun september. Fjölmargar spurningar voru lagðar fyrir tæplega 1700 manns - 16 ára og eldri - á öllu landinu, með það að markmiði að skoða áhrif efnahagsástandsins á stöðu heimilanna.

Var fólk meðal annars spurt hvernig hvað lýsti best fjárhag sínum. Sögðust um 18 prósent svarenda ýmist nota sparifé til að ná endum saman, vera að safna skuldum, stefna í gjaldþrot eða vera þegar orðin gjaldþrota. 37 prósent svarenda sögðu enda ná saman með naumindum, en tæpur minnihluti, eða 45 prósent, sagðist geta safnað svolitlu eða talsverðu sparifé.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×