Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti í dag að selja hlut sinn í HS Orku til kanadíska félagsins Magma Energy. Samningurinn er gerður með fyrirvara um samþykki borgarráðs og borgarstjórnar Reykjavíkur. Fulltrúar minnihlutans í stjórninni greiddu atkvæði gegn samningnum og gagnrýna þeir þann skamma tíma sem stjórnarmönnum gafst á að kynna sér efni samningsins.
Í bókun Þorleifs Gunnlaugssonar fulltrúa VG í stjórn OR segir að samfélagslegt eignarhald á orkufyrirtækjum og auðlindum hafi aldrei mikilvægara. „Hætt er við að með aðkomu einkaaðila að HS Orku sé verið að ryðja brautina fyrir einkavæðingu alls orkugeirans, og því óskiljanlegt að ósk ríkisstjórnarinnar um lengri frest hafi verið hafnað."
Sigrún Elsa Smáradóttir fulltrúi Samfylkingari í stjórninni bókaði að eðlillegt hefði verið að sækja um lengri frest til samkepnisyfirvalda um fullnustu úrskurðar um hámarkseignarhluta OR í HS til þess að freista þess að tryggja Orkuveitunni hámarksverð fyrir hlutinn. Einnig segir Sigrún það forkastanlegt að stjórnarmenn hafi aðeins fengið um klukkustund til þess að kynna sér efni samningsins.