Tilboð Magma Energy er allt of mikil áhætta með of litlum tryggingum Gunnar Örn Jónsson skrifar 20. ágúst 2009 12:30 Sigrún Elsa Smáradóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. „Tilboð Magma Energy í HS Orku er allt of mikil áhætta með of litlum tryggingum en einungis hlutir í Hitaveitu Suðurnesja eru að veði fyrir fyrir lokagreiðslum Magma Energy í HS Orku. Þá hafa þessir einkaaðilar haft sjö ár til að greiða sér arð, færa til eignir eftir hentugleikum en það er engin trygging fyrir því að verðmæti veðanna í HS Orku haldi verðgildi sínu," segir Sigrún Elsa Smáradóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Hún segir Reykjanesbæ hafa samið af sér. Sigrún Elsa segir að verði fyrirliggjandi tilboð Magma Energy í HS Orku samþykkt, þýði það milljarða afföll af kaupum Orkuveitu Reykjavíkur (OR) í Hitaveitu Suðurnesja og fullt eignarhald einkaaðila á HS Orku. Fyrir 66% hlut í HS Orku þurfa samstarfsaðilarnir, Magma Energy og Geysir Green Energy (GGE) að reiða fram 6,2 milljarða króna til OR og Reykjanesbæjar. Orkuveita Reykjavíkur fær 3,7 milljarða króna og Reykjanesbær fær 2,5 milljarða króna, öðrum peningagreiðslum er skotið langt inn í framtíðina. Alls greiða samstarfsaðilarnir Magma Energy og Geysir Green Energy (GGE) 12,3 milljarða króna fyrir 34% hlut Orkuveitu Reykjavíkur og miðast það verð við gengið 6,31 á hlutabréfum HS Orku. Afganginn, um 6,1 milljarð króna, greiða samstarfsaðilarnir eftir sjö ár með svokölluðu kúluláni, það er að segja með einni greiðslu árið 2016. Sigrún Elsa segir að til samanburðar hafi OR keypt 16,6% hlut í Hitaveitu Suðurnesja fyrir 8,7 milljarða króna en nú dugi 6,2 milljarða króna útborgun til að tryggja 66% hlut.Alltof mikil áhætta - mjög óhagstætt fyrir OR og Reykjanesbær samdi af sér Sigrúnu Elsu finnst villandi að tala um gengið 6,31 þegar upphæðin er ekki greidd að fullu við undirritun kaupsamnings. „Ef tilboðið sem Magma hefur gert OR er núvirt, samsvarar það genginu 4,4 ef miðað er við 10% ávöxtunarkröfu. Ef miðað er við 15% ávöxtunarkröfu samsvarar það genginu 3,7. Afföllin eru því um 37-47% miðað við það gengi sem OR keypti hlutinn á en OR keypti hlutinn á genginu 7." Miðað við 10% ávöxtunarkröfu samsvara afföllin því um 6 milljörðum króna, að því gefnu að lokagreiðsla skili sér eftir sjö ár. „Það er mikið áhyggjuefni að einungis eru veð í hlutum í Hitaveitu Suðurnesja fyrir lokagreiðslum en þá hafa þessir einkaaðilar haft sjö ár til að greiða sér arð, færa til eignir eftir hentugleikum og engin trygging er fyrir því að verðmæti veðanna í HS Orku haldi verðgildi sínu, þetta er allt of mikil áhætta með of litlum tryggingum" segir Sigrún Elsa. Sigrúnu finnst tilboðið mjög óhagstætt fyrir OR en hún segir Orkuveituna vera í erfiðri stöðu þar sem Reykjanesbær er þegar búinn að undirrita sinn samning og þar með eru GGE og Magma Energy þegar komin með 66% hlut í HS Orku. Hún segir ljóst að meirihlutinn í Reykjanesbæ hafi samið verulega af sér. „Það er mjög slæmt að einkaaðilar fái afnot af orkuvinnsluhlutanum, það gerir það að verkum að arðsemissjónarmið verði almannahagsmunum yfirsterkari," segir Sigrún Elsa að lokum. Mest lesið Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Fleiri fréttir Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Sjá meira
„Tilboð Magma Energy í HS Orku er allt of mikil áhætta með of litlum tryggingum en einungis hlutir í Hitaveitu Suðurnesja eru að veði fyrir fyrir lokagreiðslum Magma Energy í HS Orku. Þá hafa þessir einkaaðilar haft sjö ár til að greiða sér arð, færa til eignir eftir hentugleikum en það er engin trygging fyrir því að verðmæti veðanna í HS Orku haldi verðgildi sínu," segir Sigrún Elsa Smáradóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Hún segir Reykjanesbæ hafa samið af sér. Sigrún Elsa segir að verði fyrirliggjandi tilboð Magma Energy í HS Orku samþykkt, þýði það milljarða afföll af kaupum Orkuveitu Reykjavíkur (OR) í Hitaveitu Suðurnesja og fullt eignarhald einkaaðila á HS Orku. Fyrir 66% hlut í HS Orku þurfa samstarfsaðilarnir, Magma Energy og Geysir Green Energy (GGE) að reiða fram 6,2 milljarða króna til OR og Reykjanesbæjar. Orkuveita Reykjavíkur fær 3,7 milljarða króna og Reykjanesbær fær 2,5 milljarða króna, öðrum peningagreiðslum er skotið langt inn í framtíðina. Alls greiða samstarfsaðilarnir Magma Energy og Geysir Green Energy (GGE) 12,3 milljarða króna fyrir 34% hlut Orkuveitu Reykjavíkur og miðast það verð við gengið 6,31 á hlutabréfum HS Orku. Afganginn, um 6,1 milljarð króna, greiða samstarfsaðilarnir eftir sjö ár með svokölluðu kúluláni, það er að segja með einni greiðslu árið 2016. Sigrún Elsa segir að til samanburðar hafi OR keypt 16,6% hlut í Hitaveitu Suðurnesja fyrir 8,7 milljarða króna en nú dugi 6,2 milljarða króna útborgun til að tryggja 66% hlut.Alltof mikil áhætta - mjög óhagstætt fyrir OR og Reykjanesbær samdi af sér Sigrúnu Elsu finnst villandi að tala um gengið 6,31 þegar upphæðin er ekki greidd að fullu við undirritun kaupsamnings. „Ef tilboðið sem Magma hefur gert OR er núvirt, samsvarar það genginu 4,4 ef miðað er við 10% ávöxtunarkröfu. Ef miðað er við 15% ávöxtunarkröfu samsvarar það genginu 3,7. Afföllin eru því um 37-47% miðað við það gengi sem OR keypti hlutinn á en OR keypti hlutinn á genginu 7." Miðað við 10% ávöxtunarkröfu samsvara afföllin því um 6 milljörðum króna, að því gefnu að lokagreiðsla skili sér eftir sjö ár. „Það er mikið áhyggjuefni að einungis eru veð í hlutum í Hitaveitu Suðurnesja fyrir lokagreiðslum en þá hafa þessir einkaaðilar haft sjö ár til að greiða sér arð, færa til eignir eftir hentugleikum og engin trygging er fyrir því að verðmæti veðanna í HS Orku haldi verðgildi sínu, þetta er allt of mikil áhætta með of litlum tryggingum" segir Sigrún Elsa. Sigrúnu finnst tilboðið mjög óhagstætt fyrir OR en hún segir Orkuveituna vera í erfiðri stöðu þar sem Reykjanesbær er þegar búinn að undirrita sinn samning og þar með eru GGE og Magma Energy þegar komin með 66% hlut í HS Orku. Hún segir ljóst að meirihlutinn í Reykjanesbæ hafi samið verulega af sér. „Það er mjög slæmt að einkaaðilar fái afnot af orkuvinnsluhlutanum, það gerir það að verkum að arðsemissjónarmið verði almannahagsmunum yfirsterkari," segir Sigrún Elsa að lokum.
Mest lesið Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Fleiri fréttir Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent